Strákarnir í U-18 ára landsliðinu byrjuðu úrslitakeppni EM sem haldin er í Póllandi af krafti. Þeir unnu sterkt lið Serba 29-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik 13-14. Frábær kafli í byrjun seinni hálfleiks lagði grunninn að sigrinum, en á þessum kafli smelltu strákarnir í lás í vörninni, Einar Baldvin stóð sig frábærlega í markinu og hraðaupphlaupin voru vel smurð. Á fyrstu 10 mín seinni hálfleiks skoruðu strákarnir 10 mörk gegn 1 og breyttu stöðunni úr 13-14 í 23-15.

 

Óðinn Ríkharðsson var útnefndur maður leiksins af dómnefnd mótsins en hann skoraði 7 mörk.Mörk Íslands:

Ómar Ingi Magnússon
8

Óðinn Ríkharðsson
        7

Birkir Benediktsson   
        4

Egill Magnússon                 3 

Hákon Daði Styrmisson       3

Arnar Arnarsson                 1

Henrik Bjarnason                1

Kristján Kristjánsson           1

Sturla Magnússon                1

Einar Baldvin Baldvinsson varði 13 skot og Grétar Guðjónsson 6

 

Næsti leikur strákana er á morgun á móti gríðarsterku liði Svía, en leikurinn hefst kl 15 á íslenskum tíma. Svíar léku í dag við Svisslendinga og unnu 29-25.