Dómaranefnd HSÍ boðar hér með til fundar með dómaratengiliðum miðvikudaginn 15.október kl.17.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ og eiga dómaratengiliðir frá öllum félögum að mæta á þann fund en formenn deilda og unglingaráða eru einnig velkomnir.

Á fundinum verður farið yfir tilhögun og uppbyggingu dómaranámskeiða næsta vetur, mönnun leikja (dómarar, tímaverðir, ritarar), dómgæslu í yngri flokkum og verklega þjálfun yngri dómara. 

Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir föstudaginn 10. október nk.