Íslensku strákarnir unnu í dag góðan sigur á Rússum 40-36, eftir að hafa verið undir 17-20 í hálfleik. Vörnin var léleg í fyrri hálfleik og áttu Rússar auðvelt með að komast í gegn um hana.  Frábær vörn og markvarsla Grétars Guðjónssonar í byrjun seinni hálfleiks snéri leiknum okkur í hag, hraðaupphlaupin gengu frábærlega og var íslenska liðið komið 5 mörkum yfir miðjan hálfleikinn. Liðið náði síðan að halda því forskoti allt til leiksloka og vinna öruggan sigur.

Markaskorarar Íslands:

Ómar Magnússon
                11


Hákon Daði Styrmisson  
6

Leonharð Harðarson
        6

Egill Magnússon
        4

Óðinn Ríkharðsson
                4

Arnar Freyr Arnarsson        
3


Dagur Arnarsson                     2
         


Kristján Kristjánsson
        2

Aron Dagur Pálsson
        1

Henrik Bjarnason
                1

Grétar Guðjónsson varði 11 bolta  Ísland mætir Makedóníu á morgun kl. 11 og sigur í þeim leik kemur okkur í góða stöðu varðandi keppnina um 9.-10.sætið en þau sæti gefa þátttökurétt á HM á næsta ári.