Íslenska landsliðið spilaði í dag sinn annan leik í lokakeppni EM þegar liðið mætti Svíum. Liðin höfðu áður mæst í forkeppninni sem fram fór í Svíþjóð, þa´unnu Svíar sannfærandi sigur. Því var búist við erfiðum leik í dag en strákarni mættu ákveðnir í leikinn og höfðu forystu í hálfleik 14-12. Leikurinn var hörkuspennandi allt til leiksloka og endaði með jafntefli 24-24. Þetta er glæsilegur árangur hjá strákunum sem byrja þetta mót mjög vel.

Mörk Íslands:

Ómar Magnússon
7

Egill Magnússon
7

Birkir Benediktsson
3

Óðinn Ríkharðsson
        3

Arnar Freyr Arnarson
2

Henrik Bjarnason
        1

Leonharð Harðarson
1