Helgina 24.-25. október nk verður haldið B-stigs dómaranámskeið á stór-Reykjavíkursvæðinu ef næg þátttaka fæst (lágmark 20). B-stig er miðstig dómararéttinda og gefur rétt til að dæma alla leiki nema leiki í meistaraflokki og 2. flokki karla, úrslitaleiki yngri flokka og bikarkeppni yngri flokka.

Skráning fer fram á robert@hsi.is og lýkur þriðjudaginn 21.október. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, e-mail og síma.