Að undanförnu hefur Handknattleikssamband Íslands leitað leiða til að ná samkomulagi við Alþjóðahandknattleikssambandið vegna ákvörðunar stjórnar IHF frá 8. júlí sl. um breytingu á reglum við val á liði til þátttöku í HM í þeim tilfellum sem lið hætta við þátttöku eða uppfylla ekki þátttökurétt. 

Tillögu um fjölgun liða í næstu keppni sem fram fer í Qatar var hafnað á þeirri forsendu að of stutt væri í að mótið hæfist. 

Stjórn HSÍ hefur því ákveðið að höfða mál fyrir dómstól Alþjóða Handknattleikssambandsins til ógildingar á ákvörðun stjórnar IHF um hvernig velja eigi lið til þáttöku í Heimsmeistarakeppni en í hinni nýju reglu kemur fram að taka eigi tillit til styrkleika liða svo og áhrifa fjölmiðlunar og markaðssetningar
.
 

Kröfur HSÍ byggja á því að reglunni verið vikið til hliðar þar sem hún sé of huglæg og taki mið af öðru en styrkleika liða auk þess sem reglan geti ekki tekið gildi fyrr við næstu keppni sem er 2017.