Strákarnir í íslenska U-18 landsliðinu tryggði sér þátttökurétt á HM á næsta ári með sigri á Hvít Rússum. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sæti á HM en 10 efstu þjóðirnar á EM tryggja sér þáttökurétt.

Hvít Rússarnir mættu grimmir til leiks og átti íslenska liðið í erfiðleikum með að hemja stórskyttur Hvít Rússana. En í lok fyrri hálfleiks breytti íslenska liðið lítillega um varnarleik og kom Aron Dagur Pálsson þar sterkur inn. Við þetta fékk íslenska liðið fjölda hraðaupphlaupa á stuttum tíma og komst í þægilega stöðu í hálfleik 21-15. 

Seinni hálfleikur var í járnum og en íslenska liðið landaði sannfærandi sigri í lokin 32-28.

Mörk Íslands gerðu

Egill 8

Ómar 7

Birkir 4

Óðinn 4

Arnar 3

Hlynur 2

Dagur, Sturla, Leonharð og Hákon 1 hver

Grétar stóð í marki allan tímann og varði 22 skot

Egill Magnússon var valin maður leiksins í leikslok