Hörður Ísafirði auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. fl., 5. og 6. fl. karla á næsta tímabili (2014-2015). Um er að ræða fullt starf og greitt í samræmi við það. Umræddum aðila stendur til boða íbúð félagsins en hún er tæplega 100 m2 í göngufæri við íþróttahúsið.

Félagið getur útvegað hlutastarf með þessu ef þess er óskað. Auk þessa stendur til boða frekari þjálfun greidd af héraðssambandinu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf nú þegar. Félagið mun aðstoða réttan aðila við flutning til Ísafjarðar.

Allar upplýsingar gefur Bragi R. Axelsson, form. hkd Harðar í síma 8618801 og bragi.runar.axelsson@gmail.com