Ísland dróst í riðil 3 ásamt Makedóníu og Ítalíu í forkeppni HM kvenna en dregið var í morgun. Lokakeppnin fer fram í Danmörku í desember 2015.

Dregið var í 4 riðla í forkeppninni og eru þeir þannig:

Riðill 1: Slóvenía, Hvíta-Rússland, Sviss og Grikkland

Riðill 2: Tyrkland, Austurríki, Portúgal og Ísrael.

Riðill 3: Makedónía, Ísland og Ítalía

Riðill 4: Tékkland, Litháen og Aserbaídsjan

Sigurvegarar riðlanna fara í umspil um laust sæti á HM sem fram fer í júní á næsta ári.