Leikið var gegn Rúmeníu sem höfðu fyrir leikinn í dag unnið 2 leiki og tapað einum gegn Noregi og því um úrslitaleik að ræða um hvort liðið kæmist í 8-liða úrslit ásamt Noregi sem vann alla sína leiki nema gegn Íslandi.

Rúmenarnir byrjuðu leikinn af krafti og hreinlega keyrðu yfir íslenska liðið og náðu fljótt öruggu forskoti og lítið gekk upp hjá stelpunum. Staðan í hálfleik 14-3, stelpurnar mættu grimmar til seinni hálfleiks og náður að sýna sitt rétta andlit og minnkuðu muninn í 9-16 en töpuðu að lokum 11-19 og 3 sætið í riðlinum staðreynd.

 

Mörkin skoruðu:

Ragnheiður 4 / 2 víti

Hulda B. 2

Þórhildur 2

Díana 1

Dagmar 1

Hulda Dags 1

 

Markvarslan í leiknum var góð eins og hún hefur verið allt mótið.

Elín 5 skot

Katrín 9 skot

Samtals 42% markvarsla

 

Framundan eru leikir um 9-12 sæti í mótinu.

2. júlí – Ísland – Pólland kl. 12:30

3. júlí – Ísland – Holland kl. 10:20

4. júlí – Ísland – Slóvakia kl. 11:15