Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem fara til Svíþjóðar, til að leika 2 vináttulandsleiki við Svía.

Liðið heldur af stað miðvikudaginn 8. október en liðið mun mæta Svíum í Malmö fimmtudaginn 9. október kl. 18.15 að íslenskum tíma og seinni leikurinn fer fram í Skövde laugardaginn 11. október kl 17.15 að íslenskum tíma.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Florentina Stanciu, Stjarnan

Guðrún Ósk Maríasdóttir, FH

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Karen Helga Díönudóttir, Haukar

Karen Knútsdóttir, Nice

Karólína Lárudóttir, Grótta

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Ramune Pekarskyte, Le Havre

Rut Jónsdóttir, Randers

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Unnur Ómarsdóttir, Skrim

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þær Karen Helga Díönudóttir, Haukum og Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram.