Íslenska liðið spilaði síðasta leikinn í riðlakeppninni í dag á móti Sviss og tapaði 22-24. Þar með er ljóst að liðið kemst ekki í keppni um 8 efstu sætin heldur þarf að spila um sæti 9-16.

Svisslendingar byrjuðu betur í leiknum og höfðu forystu í hálfleik 14-9, markvörður þeirra var erfiður íslenska liðinu og auk þess náði íslenska liðið engum hraðaupphlaupum sem eru sterkasta vopn liðsins. Okkar strákar náðu að minnka muninn í 2 mörk en lengra komust þeir ekki og tveggja marka tap varð staðreynd. Ísland lentu því í 2.-3.sæti riðilsins jafnir Sviss en þar sem Sviss vann inbyrðisleikinn þá fara þeir áfram en við verðum að bíta í það súra epli að spila um sæti 9.-16. Það eru sannarlega mikil vonbrigði þar sem íslensku strákarnir eru búnir að spila vel, vinna góðan sigur á Serbum og töpuðu unnum leik á móti Svíum niður í jafntefli,7 sekúndum fyrir leikslok. Á sama tíma jöfnuðu Svisslendingar á lokasekúndum á móti Serbum og tryggðu sér gott stig þar. Nú taka við leikir við Rússa og Makedóna  á þriðjudag og miðvikudag. Strákarnir eiga ennþá möguleika á að tryggja sér þátttökurétt á HM á næsta ári og er það klárlega markmiðið.Markaskorar Íslands:

Ómar Magnússon
5

Egill Magnússon
4

Sturla Magnússon
        4

Birkir Benediktsson
3

Dagur Arnarsson
        2

Hlynur Bjarnason    
2

Leonharð Harðarson
2

Arnar Freyrrnarsson
1

Óðinn Ríkharðsson
        1

Einar Baldvin Baldvinsson átti frábæran leik í markinu í síðari hálfleik.Íslendingar spila næst á móti Rússum á þriðjudag kl. 13