Fyrsti leikurinn var gegn Póllandi og náðu stelpurnar sér aldrei almennilega á strik sóknarlega og of mörg tæknimistök gerðu það að verkum að liðið tapaði 19-22 og fóru stelpurnar sérstaklega ílla að ráði sínu síðustu 5 mínutur leiksins, en staðan var 18-18. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir Ísland.

Markahæstar voru

Ragnheiður 7 mörk, Díana 5, Thea 3, Arna 2, Elena og Hulda B 1 mark hvor.

Markvarslan: Elín með 12 skot og Katrín með 1 skot

 Annar leikur liðsins var gegn Hollandi og sá leikur var sveiflukendur í fyrri hálfleik. Um miðjan hálfleikinn náði íslenska liðið 3 marka forystu 8-5 en töpuðu henni niður og voru undir 9-10 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var eign Íslands frá upphafi og þegar 5 mínutur voru eftir af leiknum var staðan 18-12 og vörn og markvarsla frábær sem skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupsmörkum. Leikurinn endaði svo 19-16 og glæsilegur sigur hjá íslensku stelpunum í höfn.

Mörkin skoruðu:

Ragnheiður og Díana 5 mörk, Hulda B, Þórhildur og Thea með 2 mörk, Arna, Elena og Sigrún með 1 mark hver.

Markvarsla: Elín með 16 skot og 50% markvörslu.

 

Í dag lauk íslenska liðið keppni þegar það lék gegn Slóvakíu. Með sigri hefði liðið endað í 9 sæti en í því 12 ef leikurinn tapaðist.

Íslenska liðið fór hægt af stað í leiknum og slóvakarnir tóku frumkvæðið í leiknum og leiddu allan fyrri hálfleikinn með 1-2 mörkum. Staðan í hálfleik var 9-10. Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og náðu að komast yfir 13-12 en eftir það tóku slóvakarnir við sér og náðu yfirhöndinni aftur og unnu að lokum 18-20 og því 12 sætið staðreynd hjá Íslandi.

 

Mörkin skoruðu:

Díana og Þórhildur með 5 mörk, Ragnheiður 3, Thea og Sigrún 2, Hulda B 1 mark.

Markvarsla:

Elín 10 skot og Katrín 4 skot. 

Þáttakan í mótinu gefur íslensku stelpunum gífurlega reynslu en liðið lék góða vörn nær allt mótið og markvarslan var mjög góð. Sóknarleikurinn var frekar sveiflukenndur og þarf liðið að ná upp stöðugleika þar.