
Ísland spilar í dag annan leik sinn í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla kl 14:00. Mótherji dagsins er Búlgaría. Íslenska liðið fór vel af stað í keppninni og báru sigurorð af heimamönnum, Pólverjum. Í sínum fyrsta leik mætti Búlgaría liði Ítalíu í leik þar sem Ítalir unnu 30-25.