Eftir frábært gengi framan af móti töpuðu stelpurnar í dag fyrir Osló.

Í raun sáu stelpurnar aldrei til sólar í þessum leik og töpuðu 25-11, en þó verður að horfa til þess að þær náðu frábærum árangri í þessu móti og enduðu í 2. sæti.
Hafdís Guðjónsdóttir þjálfari og stelpurnar hennar eiga hrós skilið fyrir sína framgöngu.


Markaskorarar Reykjavíkur í leiknum:

Hanna Hrund Sigurðardóttir 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Daðey Ásta Hálfdánardóttir 1, Selma María Jónsdóttir 1, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1.

 Mynd af facebook-síðu Hafdísar Guðjónsdóttur.