Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa fengið úthlutað leik á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í Köln 28. – 29. maí n.k.

Þar munu þeir dæma leikinn um þriðja sætið sem fram fer sunnudaginn 29. maí.

Liðin sem hafa tryggt sér sæti í Final Four þetta árið eru MVM Vezprém, Vive Tauron Kielce, PSG Paris og THW Kiel.