Reykvísku stelpurnar unnu í dag frábæran sigur á Kaupmannahöfn eftir jafnan og spennandi leik.

Í hálfleik hafði Kaupmannahöfn eins marks forystu, 6-7 en Reykjavík jafnaði og komst yfir á lokamínútum leiksins og unnu góðan sigur, 12-11.


Markarskorar Reykjavíkur í leiknum:

Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Selma María Jónsdóttir 2, Daðey Ásta Hálfdánardóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1 og Hanna Hrund Sigurðardóttir 1.

Að sjálfsögðu fögnuðu stelpurnar að hætti hússins í leikslok (myndband af facebook síðu ÍBR).