Geir Sveinsson þjálfari A landsliðs karla hefur valið leikmannahóp sem kemur til með að leika tvo landsleiki um laust sæti á HM í Frakklandi gegn Portúgal. Valdir hafa verið 22 leikmenn í komandi verkefni. 

Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. júní kl 17.00 og sá síðari í Porto fimmtudaginn 16. júní kl 20.00.


Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Hreiðar Leví Guðmundsson, Akureyri

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, St. Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Björgvin Hólmgeirsson, Al Wasl SC

Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball

Gunnar Steinn Jónsson, VFL Gummersbach

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Janus Daði Smárason, Haukar

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Tandri Konráðsson, Ricoh HK

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS