Stelpurnar okkar áttu fjarlægan möguleika á EM sæti fyrir leikinn í dag en sá draumur fjaraði út strax í fyrri hálfleik.

Þýsku stúlkurnar tóku strax öll völd og náðu öruggu forskoti, íslenska liðið átti í miklum vandræðum sóknarlega framan af og þrátt fyrir ágæta frammistöðu Írisar Bjarkar Símonardóttur í markinu var staðan í hálfleik 15-9.

Í síðari hálfleik héldu þær þýsku áfram að bæta í forskotið og höfðu að lokum 12 marka sigur, 33-21.

Markaskor íslenska liðsins:

Karen Knútsdóttir 4/3, Sólveig Lára Kjærnested 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Steinunn Hansdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 og Arna Sif Pálsdóttir 1.

Íris Björk Símonardóttir varði 11 skot og Berglind Íris Hansdóttir varði 2 skot.