Tvö þjálfaranámskeið fara fram helgina 3. – 5. júní og er skráning í fullum gangi.

Á 1. stigi er um að ræða námskeið í þjálfun 6. flokks og er það seinna helgarnámskeiðið á því stigi námsins.

Á 2. & 3. stigi fer fram námskeið sem gildir á báðum stigum námsins. Viðfangsefni námskeiðsins er líkamleg þjálfun og er farið ítarlega í bæði styrk- og þolþjálfun fyrir handboltafólk.

Skráning og nánari upplýsingar hjá  magnus@hsi.is