HSÍ og Valitor endurnýjuðu samstarf sitt til næstu tveggja ára eða til ársins 2018. Skrifað var undir samninginn í hálfleik í leik Íslands og Portúgals nú um helgina. Voru það Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ og Viðar Þorkellsson forstjóri Valitor sem skrifuðu undir endrnýjun á saming milli HSÍ og Valitor.

Það er HSÍ mikilvægt að hafa Valitor með sér í liði næstu árin og íslenskum handolta, hafa þeir stutt við íslensku landsliðin frábærlega síðastliðin ár og verið mikilvægur partur af íslenskum handbolta.