Mótanefnd HSÍ hefur borist þátttökutilkynning frá 21 karlaliðum og 15 kvennaliðum fyrir keppnistímabilið 2016-2017.

Í kvennaflokki kemur inn eitt nýtt lið en það er Víkingur. Þar sem 15 lið eru skráð til keppni verður leikið í úrvalsdeild og 1. deild á næsta keppnistímabili. 8 lið verða í efstu deild og 7 í 1. deild. Leikin verður þreföld umferð í hvorri deild. Eftir að deildarkeppni lýkur verður leikin 4 liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Neðsta lið úrvalsdeildar fellur í 1.deild eftir tímabilið og tekur efsta lið 1.deildar sæti þess. Liðið í 7. sæti úrvalsdeildar og liðin í sætum 2 til 4 í 1. deild munu svo leika umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeild. 

Í karlaflokki koma inn 3 ný lið en það eru ungmennalið Akureyrar og ÍBV ásamt Hömrunum. 10 lið verða áfram í úrvalsdeild og verða 11 lið í 1. deild. Leikin verður tvöföld umferð í 1. deild en áfram þreföld í úrvalsdeild. Því verður fjölgað í 12 lið í úrvalsdeild karla tímabilið 2017-2018 að því gefnu að liðafjöldi verði 20 lið eða fleiri.

Deildarskiptingin á næsta ári er eftirfarandi:



Úrvalsdeild karla



Úrvalsdeild kvenna



1. deild karla



1. deild kvenna

Afturelding

Fram

Akureyri U

Afturelding

Akureyri

Fylkir

Fjölnir

FH

FH

Grótta

Hamrarnir

Fjölnir

Fram

Haukar

HK

HK

Grótta

ÍBV

ÍBV U

ÍR

Haukar

Selfoss

ÍF Mílan

KA/Þór

ÍBV

Stjarnan

ÍH

Víkingur

Selfoss

Valur

ÍR

Stjarnan

KR

Valur

Víkingur

Þróttur