Reykvísku stúlkurnar unnu frábæran eins marks sigur á Stokkhólmi í morgun.

Leikurinn var í járnum allan tímann,  7-6 í hálfleik og eftir spennandi lokamínútur hafðist 11-10 sigur.

Markaskor Reykjavíkur í leiknum:

Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Selma María Jónsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkardóttir 1 og Daðey Ásta Hálfdánardóttir 1.

Stelpurnar fögnuðu innilega í leikslok enda ekki ástæða til annars (myndband af facebook síðu ÍBR).