Stelpurnar okkar náðu ekki að sýna sitt rétta andlit gegn Frökkum í Valshöllinni í kvöld.

Frakkar náðu strax í fyrri hálfleik góðu forskoti og áttu íslensku stelpurnar sérstaklega erfitt með að skora gegn sterkri vörn Frakka, staðan í hálfleik 7-15 Frökkum í hag.

Stelpurnar okkar hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu strax nokkur góð mörk, en allt kom fyrir ekki og Frakkar tóku öll völd þegar líða tók á hálfleikinn. Lokatölur 16-32.

Markaskor íslenska liðsins:

Karen Knútsdóttir 7, Arna Sif Pálsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2, Thea Imani Sturludóttir 1, Steinunn Hansdóttir 1.

Varin skot:

Íris Björk Símonardóttir 8 og Berglind Íris Hansdóttir 6.