Það verður allt undir í Dalhúsum í kvöld, en þar spila Fjölnir og Selfoss oddaleik um sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.

Fjölnir byrjaði einvígið betur og vann fyrstu tvo leikina, en þá komu Selfyssingar sterkir tilbaka og unnu næstu tvo leiki.

Úrslit leikjanna hingað til:

1. leikir: Fjölnir – Selfoss
33-30
(16-16)

2. leikur: Selfoss – Fjölnir
20-23
(11-8)

3. leikur: Fjölnir – Selfoss
33-34
(13-14) 2 frl.

4. leikur: Selfoss – Fjölnir
34-31
(15-15)

5. leikur: Fjölnir – Selfoss     ?-?

Það hefur verið frábær stemming á fyrstu fjórum leikjunum einvígisins, stuðningsmannasveitir frá báðum liðum sem hafa troðfyllt íþróttahúsin og gert leikina ógleymanlega.

Leikurinn í kvöld hefst kl.19.30, við hvetjum fólk til að mæta tímanlega.

FjölnirTV sýnir leikinn í beinni útsendingu á netinu.