Nú um helgina var Ágúst Þór Jóhannsson heiðraður fyrir störf sín fyrir íslenska kvennalandsliðið og önnur störf fyrir HSÍ. Ágúst hefur í langan tíma komið að þjálfun fyrir HSÍ og þjálfaði meðal annars liðið í umspili um laust sæti á HM 2001.

Ágúst tók við íslenska kvennalandsliðinu árið 2011 og kom liðinu á þeirra fyrsta heimsmeistaramót sem haldið var í Brasilíu, náði íslenska liðið frábærum árangri og endaði liðið í 12 sæti.  Árinu eftir tókst Ágústi að koma íslenska liðinu á sitt annað Evrópumót sem fór fram í Serbíu og jafnaði íslenska liðið fyrri árangur frá árinu 2010 og endaði liðið í 15 sæti.

HSÍ þakkar Ágústi fyrir störf sín fyrir íslenska kvennalandsliðið og framlagi hans til íslensk handbolta. Ágúst hefur átt mikinn þátt í þeirri uppbygingu og árangri sem ísland hefur náð á síðastliðnum tveimur stórmótum. HSÍ óskar Ágústi velfarnaðar í framtíðinni.