Þriðji leikur Gróttu og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna fer fram föstudaginn 13. maí klukkan 19.15 í Hertz-höllinni, Seltjarnarnesi. Grótta leiðir 2-0 og getur sigrað einvígið með sigri og þar með tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn liðanna í deildinni í vetur sem og markahæstu leikmenn innbyrðis í úrslitaeinvíginu.

Markahæstu leikmenn Gróttu í deildinni:

Sunna María Einarsdóttir
113 mörk í 22 leikjum

Eva Björk Davíðsdóttir
90 mörk í 25 leikjum

Unnur Ómarsdóttir
81 mark í 26 leikjum

Samtals skoruðu þessir þrír leikmenn 284 mörk af þeim 677 mörkum sem liðið skoraði í vetur. Það gerir um 42% marka liðsins.

Markahæstu leikmenn Stjörnunnar í deildinni:

Helena Rut Örvarsdóttir
135 mörk í 26 leikjum

Hanna Guðrún Stefánsdóttir
        112 mörk í 23 leikjum

Solveig Lára Kjærnested
102 mörk í 26 leikjum

Þessir þrír leikmenn skoruðu 349 mörk af þeim 715 mörkum sem liðið skoraði í vetur eða um 48% marka liðsins.

Markahæstu leikmenn í úrslitaeinvíginu:

Sunna María Einarsdóttir/Grótta
10 mörk

Lovísa Thompson/Grótta
10 mörk

Hanna Guðrún Stefánsdóttir/Stjarnan
8 mörk

Helena Rut Örvarsdóttir/Stjarnan
        7 mörk

Þórhildur Gunnarsdóttir/Stjarnan
        7 mörk

Unnur Ómarsdóttir/Grótta
        6 mörk