Nú um síðustu helgi lauk Íslandsmótum vetrarins í 5. flokki kvenna yngri og 6. flokki karla og kvenna yngri og voru Íslandsmeistarar krýndir.

Í 5.flokki kvenna yngri varð Grótta Íslandsmeistari með 14 stig en í öðru sæti varð Haukar með 13 stig og í því þriðja Afturelding með 12 stig.

Í 6.flokki karla yngri varð Víkingur Íslandsmeistari með 14 stig en í öðru sæti varð FH einnig með 14 stig og í því þriðja Haukar með 12 stig.

Í 6.flokki kvenna yngri varð ÍBV Íslandsmeistari með 15 stig en í öðru sæti varð Grótta með 12 stig og í því þriðja Afturelding með 9 stig.