Leikur 2 á milli Aftureldingar og Hauka fer fram í Mosfellsbæ að Varmá í kvöld klukkan 19:30. Afturelding leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Ásvöllum í síðasta leik.

Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn liðanna í deildinni í ár ásamt markahæstu mönnum í fyrsta leik liðanna.

 

Markahæstu menn Aftureldingar í deildinni í vetur

Árni Bragi Eyjólfsson      135 mörk í 21 leik

Birkir Benediktsson        86 mörk í 24 leikjum

Gunnar Malmquist         72 mörk í 27 leikjum

Samtals skoruðu þessir þrí leikmenn 293 mörk af 644 mörkum eða um 45% marka liðsins í vetur. Til gamans má geta að Davíð Svansson er næst markahæsti markmaður deildarinnar með 2 mörk.

 

Markahæstu menn Hauka í deildinni í vetur

Janus Daði Smárason     175 mörk í 27 leikjum

Adam Haukur Baumruk   106 mörk í 20 leikjum

Elías Már Halldórsson    79 mörk í 22 leikjum

Samtals skoruðu þessir þrír leikmenn 360 mörk af þeim 768 mörkum sem liðið skoraði í deildinni í vetur. Það gerir um 47% af mörkum liðsins.

 

Markahæstu menn í leik 1:

Mikk Pinnonen/Afturelding                        10 mörk

Adam Baumruk/Haukar                             10 mörk

Janus Daði Smárason/Haukar                    7 mörk

Hákon Daði Styrmisson/Haukar                  7 mörk

Árni Bragi Eyjólfsson/Afturelding                 5 mörk

Jóhann Gunnar Einarsson/Afturelding          5 mörk