
Heims,- og Ólympíumeistarar Danmerkur verða fyrstu andstæðingar íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í handknattleik en lið þjóðanna eru í E-riðli ásamt landsliðum Rússa og Ungverja. Flautað verður til leiks Íslands og Danmerkur á morgun klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Þá verður viðureign Rússa og Ungverja að baki.