U-18 ára landslið karla vann góðan sigur á Sviss í fyrsta leik sínum á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi.

Strákarnir okkar náðu strax góðum tökum á leiknum og leiddu í hálfleik 19-10.

Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik og endaði leikurinn með öruggum sigri Íslands, 29-21.

Markaskorarar Íslands:

Kristófer Máni Jónasson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Andri Már Rúnarsson 3, Ísak Gústafsson 3, Arnór Viðarsson 3, Brynjar Vignir Sigurjónsson 2, Símon Michael Guðjónsson 2, Arnór Ísak Haddson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Andri Finnsson 1.

Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 6 skot.

Á morgun leikur Íslenska liðið gegn Þjóðverjum kl. 10.20 og gegn Ítölum kl. 15.40. Beina útsendingu frá leikjunum má nálgast á
https://sportdeutschland.tv/