Á næstu dögum birtum við á samfélagsmiðlum HSÍ og hér á heimasíðunni kynningu á leikmönnum Íslands í 19 manna hópi Íslands fyrir EM 2020. Í dag kynnum við þá leikmenn sem leika í vinstra horninu.


Bjarki Már Elísson, vinstra horn

Bjarki Már er 29 ára gamall vinstri hornamaður hjá þýska 1. deildarliðiðnu TBV Lemgo. Til félagsins kom hann í sumar sem leið eftir fjögurra ára veru hjá Füchse Berlin. Þar áður lék Bjarki Már með ThSV Eisenach frá 2013 til 2015.

Bjarki Már lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Selfossi 2007. Árið eftir gekk hann til liðs við HK og var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Kópavogsliðsins vorið 2012. Ári síðar flutti Bjarki Már til Eisenach í Þýskalandi eftir að hafa orðið markakóngur Olís-deildarinnar með HK vorið 2013 með 141 mark í 21 leik. Keppnistímabilið á undan var hann næst markahæsti leikmaður deildarinnar. Bjarki Már hlaut háttvísisverðlaun HSÍ tvö ár ári röð, 2012 og 2013.

Bjarki Már millilenti í herbúðum FH í fáeinar vikur sumarið 2013 áður en hann skrifaði undir samning við Eisenach. Sem stendur er Bjarki Már næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar með 148 mök, með einu marki færra en hinn dansk/íslenski Hans Lindberg, fyrrverandi samherji hjá Füchse Berlín.

Með Berlínar-liðinu varð Bjarki Már heimsmeistari félagsliða (IHF Super Globe) 2015 og 2016 undir stjórn Erlings Richardssonar núverandi þjálfara karlaliðs ÍBV og hollenska landsliðsins sem að þessu sinni tekur þátt í lokakeppni EM karla í fyrsta skipti. Einnig var Bjarki Már í sigurliði Füchse Berlin í EHF-bikarnum vorið 2018.

Bjarki Már hóf æfingar í handbolta hjá Fylki á barnsaldri. Hann var einnig um árabil í yngri flokkum Fram áður en hann fór austur á Selfoss 2006.

Bjarki Már lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Hollandi í Laugardalshöll 10. júní 2012. Alls eru landsleikirnir orðir 63. Í þeim hefur hann skoraði 141 mark.

Bjarki Már tekur nú þátt í sína fjórða stórmóti með íslenska landsliðinu. Þar af verður um að ræða hans aðra þátttöku í lokakeppni EM.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður við Dani í Malmö 11. janúar.

Guðjón Valur Sigurðsson, vinsta horn

Guðjón Valur er fertugur vinstri hornamaður franska meistaraliðsins Paris Saint-Germain. Hann er einn reyndasti handknattleiksmaður heims um þessar mundir auk þess að vera markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 1.853 mörk í 356 landsleikjum. Guðjón Valur er einnig markahæsti leikmaður frá upphafi í sögu Evrópumótanna í handknattleik. Alls hefur hann skorað 270 mörk í 54 viðureignum í lokakeppni EM. Hann er í þriðja sæti á lista yfir markahæstu leikmenn heimsmeistaramótanna og er eini Íslendingurinn sem hefur orðið markakóngur HM. Þeim áfanga náði Guðjón Valur á HM 2007 þegar hann skoraði 66 mörk í 10 leikjum.

Guðjón Valur hefur skipað íslenska landsliðið í öll tíu skiptin sem það hefur tekið þátt í lokakeppni EM. Þar hefur hann leikið 54 af 56 leikjum landsliðsins í lokakeppni EM. Það sem meira er þá hefur hann ekki misst úr leik síðan hann tók þátt í fyrsta skipti í viðureign við Rússa í Rijeka í Króatíu 23. janúar 2000.

Guðjón Val­ur lék sinn fyrsta A-lands­leik gegn Ítal­íu á alþjóðlegu móti í Haar­lem í Hollandi 15. des­em­ber 1999, þá tví­tug­ur að aldri. Hann skoraði í tvígang í leikn­um.

Guðjón Valur tekur nú þátt í sínu 22. Stórmóti á ferlinum með landsliðinu. Hann hefur aðeins misst af einu stórmóti á öldinn, HM 2019, þ.e. af þeim sem íslenska landsliðið hefur á annað borð tryggt sér þátttökurétt á.

Hann vann til silf­ur­verðlauna með ís­lenska landsliðinu á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing árið 2008 og til bronsverðlauna á Evr­ópu­mót­inu í Aust­ur­ríki árið 2010.

Guðjón Valur var kjör­inn íþróttamaður árs­ins af Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna árið 2006. Hann var val­inn í úr­valslið EM 2012 og 2014.

Guðjón Valur hóf handknattleiksferil sinn með Gróttu og lék með Gróttu/KR í meistaraflokki áður en hann gekk til liðs við KA árið 1998. Hjá KA var hann í þrjú ár. Eftir það hefur Guðjón Valur leikið með Tusem Essen 2001 til 2005, Gummersbach 2005 til 2008, Rhein-Necker Löwen 2008 til 2011, AG Köbenhavn 2011 til 2012, THW Kiel 2012 til 2014, Barcelona, 2014 til 2016, Rhein-Neckar Löwen 2016 til 2019 og með Paris Saint-Germain frá upphafi yfirstandandi keppnistímabils.

Guðjón Valur varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar árið 2006 og er aðeins annar af tveimur íslenskum handknattleiksmönnum sem það hefur tekist. Hinn er Sigurður Valur Sveinsson stórskytta þegar hann var hjá Lemgo 1985.

Guðjón Valur Hann hefur verið sigursæll með félagsliðum sínum í gegnum tíðina. Má þar m.a.nefna að hann vann EHF-keppnina með Tusem Essen 2005, varð danskur meistari og bikarmeistari með AG 2012, þýskur meistari með Kiel 2013 og 2014 og bikarmeistari 2013 auk þess að vera í silfurliði Kiel í Meistaradeildinni 2014. Með Barcelona varð Guðjón Valur spænskur meistari 2015 og 2016, einnig bikar- og deildarbikarmeistari sömu ár. Vorið 2015 var Guðjón Valur í sigurliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Til viðbótar varð Guðjón Valur þýskur meistari með Rhein-Neckar Löwen 2017 og bikarmeistari 2018.

Áður en Guðjón Valur hélt út í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2000 og 2001. Hann hefur átta sinnum verið útnefndur handknattleiksmaður ársins á Íslandi.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður við Dani í Malmö 11. janúar.

View this post on Instagram

Bjarki Már Elísson, vinstra horn Bjarki Már er 29 ára gamall vinstri hornamaður hjá þýska 1. deildarliðiðnu TBV Lemgo. Til félagsins kom hann í sumar sem leið eftir fjögurra ára veru hjá Füchse Berlin. Þar áður lék Bjarki Már með ThSV Eisenach frá 2013 til 2015. Bjarki Már lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Selfossi 2007. Árið eftir gekk hann til liðs við HK og var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Kópavogsliðsins vorið 2012. Ári síðar flutti Bjarki Már til Eisenach í Þýskalandi eftir að hafa orðið markakóngur Olís-deildarinnar með HK vorið 2013 með 141 mark í 21 leik. Keppnistímabilið á undan var hann næst markahæsti leikmaður deildarinnar. Bjarki Már hlaut háttvísisverðlaun HSÍ tvö ár ári röð, 2012 og 2013. Bjarki Már millilenti í herbúðum FH í fáeinar vikur sumarið 2013 áður en hann skrifaði undir samning við Eisenach. Sem stendur er Bjarki Már næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar með 148 mök, með einu marki færra en hinn dansk/íslenski Hans Lindberg, fyrrverandi samherji hjá Füchse Berlín. Með Berlínar-liðinu varð Bjarki Már heimsmeistari félagsliða (IHF Super Globe) 2015 og 2016 undir stjórn Erlings Richardssonar núverandi þjálfara karlaliðs ÍBV og hollenska landsliðsins sem að þessu sinni tekur þátt í lokakeppni EM karla í fyrsta skipti. Einnig var Bjarki Már í sigurliði Füchse Berlin í EHF-bikarnum vorið 2018. Bjarki Már hóf æfingar í handbolta hjá Fylki á barnsaldri. Hann var einnig um árabil í yngri flokkum Fram áður en hann fór austur á Selfoss 2006. Bjarki Már lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Hollandi í Laugardalshöll 10. júní 2012. Alls eru landsleikirnir orðir 63. Í þeim hefur hann skoraði 141 mark. Bjarki Már tekur nú þátt í sína fjórða stórmóti með íslenska landsliðinu. Þar af verður um að ræða hans aðra þátttöku í lokakeppni EM. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Guðjón Valur Sigurðsson, vinsta horn Guðjón Valur er fertugur vinstri hornamaður franska meistaraliðsins Paris Saint-Germain. Hann er einn reyndasti handknattleiksmaður heims um þessar mundir auk þess að vera markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 1.853 mörk í 356 landsleikjum. Guðjón Valur er einnig markahæsti leikmaður frá upphafi í sögu Evrópumótanna í handknattleik. Alls hefur hann skorað 270 mörk í 54 viðureignum í lokakeppni EM. Hann er í þriðja sæti á lista yfir markahæstu leikmenn heimsmeistaramótanna og er eini Íslendingurinn sem hefur orðið markakóngur HM. Þeim áfanga náði Guðjón Valur á HM 2007 þegar hann skoraði 66 mörk í 10 leikjum. Guðjón Valur hefur skipað íslenska landsliðið í öll tíu skiptin sem það hefur tekið þátt í lokakeppni EM. Þar hefur hann leikið 54 af 56 leikjum landsliðsins í lokakeppni EM. Það sem meira er þá hefur hann ekki misst úr leik síðan hann tók þátt í fyrsta skipti í viðureign við Rússa í Rijeka í Króatíu 23. janúar 2000. Guðjón Val­ur lék sinn fyrsta A-lands­leik gegn Ítal­íu á alþjóðlegu móti í Haar­lem í Hollandi 15. des­em­ber 1999, þá tví­tug­ur að aldri. Hann skoraði í tvígang í leikn­um. Guðjón Valur tekur nú þátt í sínu 22. Stórmóti á ferlinum með landsliðinu. Hann hefur aðeins misst af einu stórmóti á öldinn, HM 2019, þ.e. af þeim sem íslenska landsliðið hefur á annað borð tryggt sér þátttökurétt á. Hann vann til silf­ur­verðlauna með ís­lenska landsliðinu á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing árið 2008 og til bronsverðlauna á Evr­ópu­mót­inu í Aust­ur­ríki árið 2010. Guðjón Valur var kjör­inn íþróttamaður árs­ins af Sam­tök­um íþróttaf­rétta­manna árið 2006. Hann var val­inn í úr­valslið EM 2012 og 2014. Guðjón Valur hóf handknattleiksferil sinn með Gróttu og lék með Gróttu/KR í meistaraflokki áður en hann gekk til liðs við KA árið 1998. Hjá KA var hann í þrjú ár. Eftir það hefur Guðjón Valur leikið með Tusem Essen 2001 til 2005, Gummersbach 2005 til 2008, Rhein-Necker Löwen 2008 til 2011, AG Köbenhavn 2011 til 2012, THW Kiel 2012 til 2014, Barcelona, 2014 til 2016, Rhein-Neckar Löwen 2016 til 2019 og með Paris Saint-Germain frá upphafi yfirstandandi keppnistímabils. Nánar er hægt að lesa um Guðjón Val á heimasíðu HSÍ

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on