Á næstu dögum birtum við á samfélagsmiðlum HSÍ og hér á heimasíðunni kynningu á leikmönnum Íslands í 19 manna hópi Íslands fyrir EM 2020. Í dag kynnum við þá leikmenn sem eru línumenn landsliðsins. 


Arnar Freyr Arnarsson, línumaður

Arnar Freyr er 23 ára gamall línu- og varnarmaður hjá danska liðinu GOG. Arnar Freyr kom 17 ára gamall inn í meistaraflokkslið Fram en hann æfði upp yngri flokka félagsins og var m.a. Í Íslandsmeistaraliði Fram í 3. og 4. flokki.

Tvítugur hélt Arnar Freyr í víking, flutti til Svíþjóðar þar sem hann samdi við meistaraliðið IFK Kristianstad. Með Kristianstad lék Arnar Freyr í þrjú ár og sænskur meistari 2017 og 2018 og deildarmeistari 2017, 2018 og 2019. Á síðasta sumri gekk Arnar Freyr til liðs við GOG á Fjóni. Liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu og er auk þess komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar.

Í sumar flytur Arnar Freyr á nýjan leik. Hann hefur samið til tveggja ára við þýska 1. deildarliðið Melsungen.

Arnar Freyr var í bronsliði Íslands á HM U19 ára landsliða 2015 eins og samherjar hans í A-landsliðinu um þessar mundir, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik 19 ára gamall 5. nóvember 2015 gegn Noregi í Ósló. Fyrsta stórmót Arnars Freys var HM 2017 í Frakklandi. Síðan hefur hann tekið þátt í öllum stórmótum íslenska landsliðsins, alls eru þau þrjú, þar af eitt Evrópumót fyrir tveimur árum í Króatíu þar sem leikirnir voru þrír. Arnar Freyr á alls 46 landsleiki að baki. Mörkin fyrir landsliðið eru 67 mörk.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður

Kári Kristján er einn að reynsluboltum landsliðsins um þessar mundir. Eyjamaðurinn lék sinn fyrsta landsleik 21. maí 2005, þá tvítugur, gegn Færeyingum á Eiði í Færeyjum. Kári Kristján er fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins sem keppir á EM2020. Hann á að baki 148 landsleiki hefur skorað í þeim leikjum 163 mörk.

Kári hefur tekið þátt í níu stórmótum með íslenska landsliðinu, þar af síðustu fjórum Evrópumótum. EM 2020 verður hans fimmta Evrópumót. Alls eru EM-leikirnir 17 og mörkin 15.

Kári Kristján var í gullliði Íslands á EM U19 ára liða 2004 eins og samherji hans í landsliðinu nú, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.

Kári Kristján er 35 ára gamall og hefur leikið með uppeldisfélagi sínu ÍBV frá 2015. Hann var með Haukum 2005 til 2009 og varð Íslandsmeistari 2008 og 2009. Þá flutti Kári Kristján til Sviss og lék með Amicitia Zürick eitt tímabil áður en hann samdi við HSG Wetzlar hvar hann lék til ársins 2013.

Eftir það tók við eitt keppnistímabil, 2013 til 2014, með Bjerringbro/Sileborg í dönsku úrvalsdeildinni. Eftir Danmerkurdvölin kom Kári Kristján heim og var liðsmaður Vals frá 2014 til 2015 uns hann flutti á ný til Vestmannaeyja. Kári Kristján varð Íslands-, bikar-, og deildarmeistari með ÍBV 2018.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.
Sveinn Jóhannsson, línumaður

Sveinn er tvítugur línumaður sem hóf feril sinn hjá Fjölni hvar hann lék upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Hann vakti snemma athygli og átti því sæti í yngri landsliðum Íslands. Sveinn lék sinn fyrsta landsleik í Laugardalshöll 4. janúar 2018 gegn landsliði Japans. Hann var kallaðurinn í landsliðshópinn í október sl. fyrir tvo vináttuleiki við Svía sem fram fóru ytra og aftur var hann valinn nú í 19 manna hópinn sem bjó sigur undir þátttökuna á EM2020. Sveinn á sjö landsleiki að baki og í þeim hefur hann skoraði 14 mörk.

Sveinn var í liði liði Fjölnis sem braut blað í sögu hins unga ungmennafélags í Grafarvogi þegar það vann sér sæti í Olís-deildinni vorið 2017. Eftir að Fjölnir féll úr deildinni árið eftir flutti Sveinn sig um set yfir í raðir ÍR-inga. Með þeim lék hann keppnistímabilið 2018 til 2019. Sveinn flutti til Danmerku á liðnu sumri og samdi við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE á suður Jótlandi.

Sveinn hefur ekki fyrr tekið þátt í stórmóti með A-landsliðinu en að baki þáttöku í mótum með yngri landsliðum Íslands. Hann var m.a. í U18 ára landslið Íslands sem varð í 7. sæti á EM 2016.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.
Ýmir Örn Gíslason, línumaður

Ýmir Örn er 22 ára gamall línu- og varnarmaður sem leikið hefur með Val frá blautu barnsbeini og var í sigursælum liðum yngri flokka félagsins.

Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Noregi í Elverum í Noregi 8. júní 2017 og skoraði eitt mark í sex marka tapi Íslands, 36:30.

Áður hafði Ýmir Örn leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann var m.a. var í bronsliði Íslands á HM U19 ára landsliða 2015 eins og samherjar hans í A-landsliðinu um þessar mundir, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson.

Ýmir Örn tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu þegar Ísland var með á EM 2018 í Króatíu og lék alla þrjá leiki liðsins. Hann var síðan með landsliðinu í öllum sex viðureignum á HM í Þýskalandi og í Danmörku fyrir ári síðan. Alls hefur Ýmir Örn leikið 34 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk.

Ýmir Örn varð Íslandsmeistari með Val 2017 og bikarmeistari 2016 og 2017.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.

View this post on Instagram

Arnar Freyr Arnarsson, línumaður Arnar Freyr er 23 ára gamall línu- og varnarmaður hjá danska liðinu GOG. Arnar Freyr kom 17 ára gamall inn í meistaraflokkslið Fram en hann æfði upp yngri flokka félagsins og var m.a. Í Íslandsmeistaraliði Fram í 3. og 4. flokki. Tvítugur hélt Arnar Freyr í víking, flutti til Svíþjóðar þar sem hann samdi við meistaraliðið IFK Kristianstad. Með Kristianstad lék Arnar Freyr í þrjú ár og sænskur meistari 2017 og 2018 og deildarmeistari 2017, 2018 og 2019. Á síðasta sumri gekk Arnar Freyr til liðs við GOG á Fjóni. Liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu og er auk þess komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar. Í sumar flytur Arnar Freyr á nýjan leik. Hann hefur samið til tveggja ára við þýska 1. deildarliðið Melsungen. Arnar Freyr var í bronsliði Íslands á HM U19 ára landsliða 2015 eins og samherjar hans í A-landsliðinu um þessar mundir, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik 19 ára gamall 5. nóvember 2015 gegn Noregi í Ósló. Fyrsta stórmót Arnars Freys var HM 2017 í Frakklandi. Síðan hefur hann tekið þátt í öllum stórmótum íslenska landsliðsins, alls eru þau þrjú, þar af eitt Evrópumót fyrir tveimur árum í Króatíu þar sem leikirnir voru þrír. Arnar Freyr á alls 46 landsleiki að baki. Mörkin fyrir landsliðið eru 67 mörk. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Kári Kristján er einn að reynsluboltum landsliðsins um þessar mundir. Eyjamaðurinn lék sinn fyrsta landsleik 21. maí 2005, þá tvítugur, gegn Færeyingum á Eiði í Færeyjum. Kári Kristján er fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins sem keppir á EM2020. Hann á að baki 148 landsleiki hefur skorað í þeim leikjum 163 mörk. Kári hefur tekið þátt í níu stórmótum með íslenska landsliðinu, þar af síðustu fjórum Evrópumótum. EM 2020 verður hans fimmta Evrópumót. Alls eru EM-leikirnir 17 og mörkin 15. Kári Kristján var í gullliði Íslands á EM U19 ára liða 2004 eins og samherji hans í landsliðinu nú, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. Kári Kristján er 35 ára gamall og hefur leikið með uppeldisfélagi sínu ÍBV frá 2015. Hann var með Haukum 2005 til 2009 og varð Íslandsmeistari 2008 og 2009. Þá flutti Kári Kristján til Sviss og lék með Amicitia Zürick eitt tímabil áður en hann samdi við HSG Wetzlar hvar hann lék til ársins 2013. Eftir það tók við eitt keppnistímabil, 2013 til 2014, með Bjerringbro/Sileborg í dönsku úrvalsdeildinni. Eftir Danmerkurdvölin kom Kári Kristján heim og var liðsmaður Vals frá 2014 til 2015 uns hann flutti á ný til Vestmannaeyja. Kári Kristján varð Íslands-, bikar-, og deildarmeistari með ÍBV 2018. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Sveinn Jóhannsson, línumaður Sveinn er tvítugur línumaður sem hóf feril sinn hjá Fjölni hvar hann lék upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Hann vakti snemma athygli og átti því sæti í yngri landsliðum Íslands. Sveinn lék sinn fyrsta landsleik í Laugardalshöll 4. janúar 2018 gegn landsliði Japans. Hann var kallaðurinn í landsliðshópinn í október sl. fyrir tvo vináttuleiki við Svía sem fram fóru ytra og aftur var hann valinn nú í 19 manna hópinn sem bjó sigur undir þátttökuna á EM2020. Sveinn á sjö landsleiki að baki og í þeim hefur hann skoraði 14 mörk. Sveinn var í liði liði Fjölnis sem braut blað í sögu hins unga ungmennafélags í Grafarvogi þegar það vann sér sæti í Olís-deildinni vorið 2017. Eftir að Fjölnir féll úr deildinni árið eftir flutti Sveinn sig um set yfir í raðir ÍR-inga. Með þeim lék hann keppnistímabilið 2018 til 2019. Sveinn flutti til Danmerku á liðnu sumri og samdi við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE á suður Jótlandi. Sveinn hefur ekki fyrr tekið þátt í stórmóti með A-landsliðinu en að baki þáttöku í mótum með yngri landsliðum Íslands. Hann var m.a. í U18 ára landslið Íslands sem varð í 7. sæti á EM 2016. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Ýmir Örn Gíslason, línumaður Ýmir Örn er 22 ára gamall línu- og varnarmaður sem leikið hefur með Val frá blautu barnsbeini og var í sigursælum liðum yngri flokka félagsins. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Noregi í Elverum í Noregi 8. júní 2017 og skoraði eitt mark í sex marka tapi Íslands, 36:30. Áður hafði Ýmir Örn leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann var m.a. var í bronsliði Íslands á HM U19 ára landsliða 2015 eins og samherjar hans í A-landsliðinu um þessar mundir, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Ýmir Örn tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu þegar Ísland var með á EM 2018 í Króatíu og lék hann alla þrjá leiki liðsins í keppninni. Ýmir Örn var einnig með landsliðinu í öllum sex viðureignum þess á HM í Þýskalandi og í Danmörku fyrir ári síðan. Alls hefur Ýmir Örn leikið 34 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Ýmir Örn varð Íslandsmeistari með Val 2017 og bikarmeistari 2016 og 2017. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on