Á næstu dögum birtum við á samfélagsmiðlum HSÍ og hér á heimasíðunni kynningu á leikmönnum Íslands í 19 manna hópi Íslands fyrir EM 2020. Í dag kynnum við þá þjálfarateymi Íslands. 




Einar Andri Einarsson, aðstoðarþjálfari

Einar Andri er 38 ára gamall Hafnfirðingur og núverandi þjálfari karlaliðs Aftureldingar. Hann vinnur ýmsa undirbúningsvinnu fyrir Guðmund Þórð Guðmundsson og Gunnar Magnússon, þjálfara og aðstoðarþjálfara. Einar Andri var þeim einnig innan handar á heimsmeistaramótinu fyrir ári.

Einar Andri hefur þjálfað karlalið Aftureldingar frá 2014 og er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hann lýkur störfum hjá Aftureldingu í vor.

Einar Andri var þjálfari meistaraflokksliðs FH 2006 til 2007 og tók aftur við þjálfun FH 2009 og var með liðið til 2014. Undir stjórn hans og Kristjáns Arasonar varð FH Íslandsmeistari 2011 og lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árið eftir. Einnig var Einar Andri yfirþjálfari yngri flokka FH frá 2009 til 2014 og þjálfari í yngri flokkum félagsins frá 1999 til 2009.

Einar Andri hefur verið þjálfari B-landsliðs Íslands og U21 árs landsliðsins frá 2018. Hann var annar þjálfara U19 ára landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM 2009.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.






Tomas Runar Svensson, markvarðaþjálfari

Svensson er 51 árs gamall markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins. Hann kom inn í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari í mars 2018. Þeir höfðu áður starfað saman með danska landsliðið frá 2014 til 2017 og hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen frá 2011 til 2014 þegar Guðmundur Þórður þjálfaði liðið. Svensson lauk einstökum einstaklega sigursælum ferli sem einn markvarða Rhein-Neckar Löwen leiktíðina 2011 til 2012 og tók þá eingöngu við þjálfun markvarða liðsins.

Ferilinn hóf Svensson hjá Guif í Eskilstuna í Svíþjóð hvar hann lék til ársins 1990. Sama ár flutti hann til Spánar og lék með Atlético Madrid 1990 til 1992, CD Bidasoa 1992 til 1995 og FC Barcelona frá 1995 til 2002. Það ár flutti Svensson til Þýskalands og varði mark HSV Hamburg í þrjú ár frá 2002 til 2005. Hann fór á ný til Spánar 2005 og lék með Portland San Antonio frá 2005 til 2009 og BM Valladolid 2009 til 2011. Leikmannaferlinum lauk hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi eins og fyrr sagði.

Eftir að Svensson hætti sem markvarðaþjálfari Rhein-Neckar Löwen var hann ráðinn til SC Magdeburg þar sem hann hefur unnið við þjálfun síðustu árin.

Svensson var einn hlekkurinn í ógnarsterku og sögufrægu landsliði Svía í handknattleik frá lokum níunda áratugar síðustu aldar og fram á þann fyrsta á þessari öld. Hann varð heimsmeistari með sænska landsliðinu 1990 og 1999, hlaut silfur 2001 og brons 1993 og 1995. Þá varð hann þrisvar sinnum Evrópumeistari með sænska landsliðinu, 1994, 2000 og 2002. Einnig vann hann þrenn silfurverðlaun með sænska landsliðinu á Ólympíuleikum, 1992, 1996 og 2000. Svensson lék alls 327 landsleiki frá 1998 til 2008.

Svensson vann nokkra titla með CD Bidasoa. M.a varð hann spænskur meistari og Evrópumeistari 1995. Einnig varð Svensson fimm sinnum Evrópumeistari með Barcelona og jafnoft spænskur meistari auk fjölda annarra titla m.a. í bikarkeppninni og í deildarbikarkeppninni á Spáni. Sem þjálfari var Svensson markvarðaþjálfari Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann EHF-bikarinn 2013. Einnig var hann markvarðaþjálfari danska landsliðsins sem varð Ólympíumeistari í Ríó undir stjórn Guðmundar Þórðar 2016.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.


Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari

Gunnar aðstoðarþjálfari landsliðs karla. Hann er einn reyndasti þjálfari landsins um þessar mundir. Hann er 42 ára gamall og hefur unnið við þjálfun í 28 ár, allt frá því hann hóf að þjálfa yngri flokka Víkings 1992, þá á unglingsaldri. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins frá því febrúar 2018 þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Gunnar þekkir vel til starfsins og Guðmundar þar sem leiðir þeirra hafa oft lengið saman. Gunnar var í þjálfarateymi Guðmundar í landsliðinu frá 2002 til 2004 og aftur 2008 til 2012 en Gunnar kom inn í þjálfarateymi landsliðsins 2006 þegar Alfreð Gíslason tók við þjálfun þess og hélt áfram þegar Guðmundur tók við af Alfreð tveimur árum síðar.

Gunnar var einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari í tíð Arons Kristjánssonar með karlalandsliðið á árunum 2012 til 2016. Gunnar stýrði U20 ára landslið karla um þriggja ára skeið, 2013 til 2016. Hann var þjálfari yngri landsliða kvenna frá 2000 til 2004.

Sem fyrr segir hófst handknattleiksferill Gunnars hjá Víkingi í Fossvogi. Hann var markvörður á sínum yngri árum en var snemma kominn í þjálfun barna og unglinga hjá félaginu. Fyrsta þjálfarastarf hans í meistaraflokki var hjá kvennaliði Fylkis/ÍR á árunum 2001 til 2003. Eftir það var Gunnar með karlalið Víkings 2003 til 2006 er hann flutti sig yfir til meistaraflokks karla hjá HK. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla leiktíðina 2006 til 2007 og aðalþjálfari frá 2007 til 2010. Eftir dvölina hjá HK flutti Gunnar til Noregs og þjálfaði karlalið Kristiansund-HK í þrjú ár, til 2013. Reif hann lið félagsins upp úr öldudal.

Gunnar flutti heim 2013 og réði sig til þjálfunar hjá ÍBV. Undir stjórn Gunnar varð ÍBV Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2014 og bikarmeistari árið eftir. Frá 2015 hefur Gunnar þjálfað karlalið Hauka. Undir stjórn hans urðu Haukar Íslandsmeistarar 2016 og deildarmeistarar í Olís-deild 2016 og 2019. Einnig var Gunnar í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þegar það vann silfrið á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á EM í Austurríki tveimur árum síðar.

Skömmu fyrir jól var tilkynnt að Gunnar hætti hjá Haukum við lok leiktíðar í vor og taki við þjálfun karlaliðs Aftureldingar.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.

 


Guðmundur Þórður Guðmundsson

Guðmundur Þórður er 59 ára gamall og er einn reyndasti handknattleiksþjálfari heims um þessar mundir. Framundan er hans 24. stórmót í handknattleik, annað hvort sem leikmaður eða þjálfari. Guðmundur Þórður tók þátt í sínu fyrsta stórmóti sem leikmaður íslenska landsliðsins í B-heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1981.

Liðlega 30 ár eru liðin síðan Guðmundur Þórður þjálfaði fyrst meistaraflokkslið í karlaflokki er hann tók við þjálfun Víkings 1989 og lék jafnframt með liðinu. Frá Víkingi fór Guðmundur 1992 í Mosfellsbæ og stýrði Aftureldingu í þrjú ár og kom liðinu m.a. upp í úrvalsdeild strax á fyrsta ári 1992 og inn í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn árið eftir. Eftir að Guðmundur hætti hjá Aftureldingu tók hann við þjálfun Fram. Að loknum fjórum árum hjá Fram réði Guðmundur sig til þýska liðsins Bayer Dormagen. Hann kom heim 2001 eftir tveggja ára veru í Þýskalandi og tók við þjálfun íslenska landsliðsins. Með landsliðið var hann í þrjú ár en sagði starfi sínu lausu eftir Ólympíuleikana í Aþenu sumarið 2004. Eftir árs hlé frá þjálfun tók Guðmundur við þjálfun Fram 2005 og var hjá Safamýrarliðinu í tvö ár. Frá vormánuðum 2006 og fram yfir HM í janúar 2007 var Guðmundur aðstoðarþjálfari hjá Alfreð Gíslasyni sem þá var landsliðsþjálfari.

Eftir stutta hvíld frá þjálfun tók Guðmundur öðru sinni við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í mars 2008 og stýrði liðinu í rúm fjögur ár, fram yfir Ólympíuleikana í London sumarið 2012. Á þessum árum var Guðmundur einnig þjálfari GOG í Danmörku 2009 til 2010 allt þar til hann tók starfi íþróttastjóra danska liðsins AG Köbenhavn snemma árs 2010 eftir gjaldþrot þáverandi rekstrarfélags GOG. Eftir skamman tíma í starfi hjá AG var Guðmundur ráðinn þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. Á þeim tíma voru sterk tengst á milli AG og RN-Löwen.

Sumarið 2014 hætti Guðmundur hjá RN-Löwen eftir að hafa verið um vorið ráðinn landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik karla. Því starfi sinnti hann fram í febrúar 2017 er samningur hans rann út. Í kjölfarið var Guðmundur ráðinn landsliðsþjálfari Barein. Í Barein var Guðmundur í eitt ár. Undir hans stjórn varð landslið Barein í öðru sæti í Asíukeppninni og tryggði sér keppnisrétt á HM 2019. Guðmundur tók við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í þriðja skiptið í febrúar 2018 vann sér snemma sumars þátttökurétt á HM.

Sem leikmaður og þjálfari hefur Guðmundur tekið þátt í sex Ólympíuleikum, fimm Evrópumótum, átta heimsmeistaramótum, þremur B-heimsmeistaramótum og einni Asíukeppni. Um árabil stýrði Guðmundur Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu og í EHF-keppninni auk þess að hafa stýrt Fram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Guðmundur Þórður varð sex sinnum Íslandsmeistari og jafnoft bikarmeistari sem leikmaður Víkings á áttunda og níunda áratug síðustu aldar auk annarra titla. Hann var þjálfari Fram þegar liðið varð Íslandsmeistari 2006 eftir nærri aldarfjórðungsbið. RN-Löwen vann EHF-bikarinn undir stjórn Guðmundar 2013. Vorið 2014 varð Rhein-Neckar Löwen undir á markatölu í kapphlaupi við Kiel um þýska meistaratitilinn en liðin voru jöfn að stigum þegar upp var staðið.

Guðmundur Þórður lék svo að segja allan sinn feril með Víkingi. Eftir að hann tók við þjálfun Aftureldingar snemma á tíunda áratugnum lék hann nokkuð með liði Mosfellinga fyrsta tímabilið sem þjálfari.

Guðmundur lék 230 landsleiki frá 1980 til 1990 og skoraði í þeim 356 mörk og var í sigurliði Íslands á B-heimsmeistaramótinu í Frakklandi 1989. Hann lék með landsliðinu í B-keppninni 1981, 1983 og 1989, HM 1986 og 1990 og á Ólympíuleikunum 1984 og 1988. Fyrsti A-landsleikur Guðmundar var í Laugardalshöll 20. desember 1980 gegn Belgíu, þremur dögum fyrir tvítugsafmælið.

Undir stjórn Guðmundur vann íslenska landsliðið silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008, fyrst íslenskra landsliða, og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki 2010. Einnig komst íslenska liðið í undanúrslit á EM 2002 í Svíþjóð undir stjórn Guðmundur og hafnaði í fjórða sæti sem er næst besti árangur landsliðsins á EM.

Íslenska landsliðið hefur fjórum sinnum leikið undir stjórn Guðmundar á Evrópumóti, 2002, 2004, 2010, 2012, alls 25 leiki. Ellefu leikjanna hafa unnist, átta tapast og sex endað með jafntefli. Markatalan er 734 gegn 723.

Stærsti sigur Guðmundar á þjálfaraferlinum er án ef þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari undir hans stjórn á Ríó-leikunum 2016. Þetta var í fyrsta sinn sem danska karlalandsliðið vann handknattleikskeppni Ólympíuleika. Í kjölfarið var hann m.a. sæmdur Danebrog-orðunni af Margréti drottningu Danmerkur. Forseti Íslands sæmdi Guðmund og alla leikmenn landsliðsins fálkaorðunni eftir að íslenska landsliðið vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.

 

View this post on Instagram

Einar Andri Einarsson, aðstoðarþjálfari Einar Andri er 38 ára gamall Hafnfirðingur og núverandi þjálfari karlaliðs Aftureldingar. Hann vinnur ýmsa undirbúningsvinnu fyrir Guðmund Þórð Guðmundsson og Gunnar Magnússon, þjálfara og aðstoðarþjálfara. Einar Andri var þeim einnig innan handar á heimsmeistaramótinu fyrir ári. Einar Andri hefur þjálfað karlalið Aftureldingar frá 2014 og er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hann lýkur störfum hjá Aftureldingu í vor. Einar Andri var þjálfari meistaraflokksliðs FH 2006 til 2007 og tók aftur við þjálfun FH 2009 og var með liðið til 2014. Undir stjórn hans og Kristjáns Arasonar varð FH Íslandsmeistari 2011 og lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árið eftir. Einnig var Einar Andri yfirþjálfari yngri flokka FH frá 2009 til 2014 og þjálfari í yngri flokkum félagsins frá 1999 til 2009. Einar Andri hefur verið þjálfari B-landsliðs Íslands og U21 árs landsliðsins frá 2018. Hann var annar þjálfara U19 ára landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM 2009. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Tomas Runar Svensson, markvarðaþjálfari Svensson er 51 árs gamall markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins. Hann kom inn í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari í mars 2018. Þeir höfðu áður starfað saman með danska landsliðið frá 2014 til 2017 og hjá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen frá 2011 til 2014 þegar Guðmundur Þórður þjálfaði liðið. Svensson lauk einstökum einstaklega sigursælum ferli sem einn markvarða Rhein-Neckar Löwen leiktíðina 2011 til 2012 og tók þá eingöngu við þjálfun markvarða liðsins. Ferilinn hóf Svensson hjá Guif í Eskilstuna í Svíþjóð hvar hann lék til ársins 1990. Sama ár flutti hann til Spánar og lék með Atlético Madrid 1990 til 1992, CD Bidasoa 1992 til 1995 og FC Barcelona frá 1995 til 2002. Það ár flutti Svensson til Þýskalands og varði mark HSV Hamburg í þrjú ár frá 2002 til 2005. Hann fór á ný til Spánar 2005 og lék með Portland San Antonio frá 2005 til 2009 og BM Valladolid 2009 til 2011. Leikmannaferlinum lauk hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi eins og fyrr sagði. Eftir að Svensson hætti sem markvarðaþjálfari Rhein-Neckar Löwen var hann ráðinn til SC Magdeburg þar sem hann hefur unnið við þjálfun síðustu árin. Svensson var einn hlekkurinn í ógnarsterku og sögufrægu landsliði Svía í handknattleik frá lokum níunda áratugar síðustu aldar og fram á þann fyrsta á þessari öld. Hann varð heimsmeistari með sænska landsliðinu 1990 og 1999, hlaut silfur 2001 og brons 1993 og 1995. Þá varð hann þrisvar sinnum Evrópumeistari með sænska landsliðinu, 1994, 2000 og 2002. Einnig vann hann þrenn silfurverðlaun með sænska landsliðinu á Ólympíuleikum, 1992, 1996 og 2000. Svensson lék alls 327 landsleiki frá 1998 til 2008. Svensson vann nokkra titla með CD Bidasoa. M.a varð hann spænskur meistari og Evrópumeistari 1995. Einnig varð Svensson fimm sinnum Evrópumeistari með Barcelona og jafnoft spænskur meistari auk fjölda annarra titla m.a. í bikarkeppninni og í deildarbikarkeppninni á Spáni. Sem þjálfari var Svensson markvarðaþjálfari Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann EHF-bikarinn 2013. Frekari upplýsingar um Svensson birtast á HSI.is í kvöld. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Gunnar aðstoðarþjálfari landsliðs karla. Hann er einn reyndasti þjálfari landsins um þessar mundir. Hann er 42 ára gamall og hefur unnið við þjálfun í 28 ár, allt frá því hann hóf að þjálfa yngri flokka Víkings 1992, þá á unglingsaldri. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins frá því febrúar 2018 þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Gunnar þekkir vel til starfsins og Guðmundar þar sem leiðir þeirra hafa oft lengið saman. Gunnar var í þjálfarateymi Guðmundar í landsliðinu frá 2002 til 2004 og aftur 2008 til 2012 en Gunnar kom inn í þjálfarateymi landsliðsins 2006 þegar Alfreð Gíslason tók við þjálfun þess og hélt áfram þegar Guðmundur tók við af Alfreð tveimur árum síðar. Gunnar var einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari í tíð Arons Kristjánssonar með karlalandsliðið á árunum 2012 til 2016. Gunnar stýrði U20 ára landslið karla um þriggja ára skeið, 2013 til 2016. Hann var þjálfari yngri landsliða kvenna frá 2000 til 2004. Sem fyrr segir hófst handknattleiksferill Gunnars hjá Víkingi í Fossvogi. Hann var markvörður á sínum yngri árum en var snemma kominn í þjálfun barna og unglinga hjá félaginu. Fyrsta þjálfarastarf hans í meistaraflokki var hjá kvennaliði Fylkis/ÍR á árunum 2001 til 2003. Eftir það var Gunnar með karlalið Víkings 2003 til 2006 er hann flutti sig yfir til meistaraflokks karla hjá HK. Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla leiktíðina 2006 til 2007 og aðalþjálfari frá 2007 til 2010. Eftir dvölina hjá HK flutti Gunnar til Noregs og þjálfaði karlalið Kristiansund-HK í þrjú ár, til 2013. Reif hann lið félagsins upp úr öldudal. Gunnar flutti heim 2013 og réði sig til þjálfunar hjá ÍBV. Undir stjórn Gunnar varð ÍBV Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2014 og bikarmeistari árið eftir. Frá 2015 hefur Gunnar þjálfað karlalið Hauka. Undir stjórn hans urðu Haukar Íslandsmeistarar 2016 og deildarmeistarar í Olís-deild 2016 og 2019. Einnig var Gunnar í þjálfarateymi íslenska landsliðsins þegar það vann silfrið á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Nànar þá lesa um Gunnar Magnússon á heimasíðu HSÍ í kvöld. #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Guðmundur Þórður Guðmundsson Guðmundur Þórður er 59 ára gamall og er einn reyndasti handknattleiksþjálfari heims um þessar mundir. Framundan er hans 24. stórmót í handknattleik, annað hvort sem leikmaður eða þjálfari. Guðmundur Þórður tók þátt í sínu fyrsta stórmóti sem leikmaður íslenska landsliðsins í B-heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1981. Liðlega 30 ár eru liðin síðan Guðmundur Þórður þjálfaði fyrst meistaraflokkslið í karlaflokki er hann tók við þjálfun Víkings 1989 og lék jafnframt með liðinu. Frá Víkingi fór Guðmundur 1992 í Mosfellsbæ og stýrði Aftureldingu í þrjú ár og kom liðinu m.a. upp í úrvalsdeild strax á fyrsta ári 1992 og inn í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn árið eftir. Eftir að Guðmundur hætti hjá Aftureldingu tók hann við þjálfun Fram. Að loknum fjórum árum hjá Fram réði Guðmundur sig til þýska liðsins Bayer Dormagen. Hann kom heim 2001 eftir tveggja ára veru í Þýskalandi og tók við þjálfun íslenska landsliðsins. Með landsliðið var hann í þrjú ár en sagði starfi sínu lausu eftir Ólympíuleikana í Aþenu sumarið 2004. Eftir árs hlé frá þjálfun tók Guðmundur við þjálfun Fram 2005 og var hjá Safamýrarliðinu í tvö ár. Frá vormánuðum 2006 og fram yfir HM í janúar 2007 var Guðmundur aðstoðarþjálfari hjá Alfreð Gíslasyni sem þá var landsliðsþjálfari. Eftir stutta hvíld frá þjálfun tók Guðmundur öðru sinni við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í mars 2008 og stýrði liðinu í rúm fjögur ár, fram yfir Ólympíuleikana í London sumarið 2012. Á þessum árum var Guðmundur einnig þjálfari GOG í Danmörku 2009 til 2010 allt þar til hann tók starfi íþróttastjóra danska liðsins AG Köbenhavn snemma árs 2010 eftir gjaldþrot þáverandi rekstrarfélags GOG. Eftir skamman tíma í starfi hjá AG var Guðmundur ráðinn þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. Á þeim tíma voru sterk tengst á milli AG og RN-Löwen. Sumarið 2014 hætti Guðmundur hjá RN-Löwen eftir að hafa verið um vorið ráðinn landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik karla. Því starfi sinnti hann fram í febrúar 2017 er samningur hans rann út. Í kjölfarið var Guðmundur ráðinn landsliðsþjálfari Barein. Nánar er hægt að lesa um feril Guðmundar á hsi.is #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on