Á næstu dögum birtum við á samfélagsmiðlum HSÍ og hér á heimasíðunni kynningu á leikmönnum Íslands í 19 manna hópi Íslands fyrir EM 2020. Í dag kynnum við þá leikmenn sem eru leikstjórnendur landsliðsins

Elvar Örn Jónsson, miðjumaður

Elvar Örn er 22 ára gamall Selfyssingur sem um þessar mundir leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Skjern. Elvar Örn kom til liðsins í sumar sem leið eftir að hafa verið burðarás í fyrsta Íslandsmeistaraliði Selfoss í handknattleik karla í vor.

Elvar Örn hóf að æfa handknattleik barn á aldri á Selfossi og lék með liðum félagsins upp í meistaraflokk. Hann átti einnig sæti í yngri landsliðum Íslands.

Elvar Örn lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í Sotra Arena 5. apríl 2018 og hefur síðan vart misst úr leik. Hann var valinn í æfingahóp fyrir EM 2018 en meiðlsi komu í veg fyrir þátttöku hans. Elvar Örn lék mikilvægt hlutverk með landsliðinu á HM í Þýskalandi fyrir ári síðan en það var hans fyrsta stórmót með A-landsliðinu. Hann skoraði 26 mörk í átta viðureignum. Alls eru A-landsleikirnir orðnir 27 og mörkin í þeim 81.

Elvar Örn var valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar 2018 og 2019 auk þess að vera útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor eftir að lið hans, Selfoss, varð Íslandsmeistari eftir úrslitarimmu við Hauka.

Haukur Þrastarson, miðjumaður

Haukur er yngsti leikmaðurinn í landsliðshópnum, aðeins 18 ára, og er annar tveggja í hópnum sem fæddur er á þessari öld. Haukur hóf að æfa handknattleik barn að aldri enda mikill handknattleiksáhugi í fjölskyldunni. Öll systkinu hans þrjú hafa leikið eða leika handknattleik, Örn, Hulda Dís og Hrafnhildur Hanna. Sú síðarnefnda hefur átt sæti í íslenska landsliðinu og leikur um þessar mundir með franska félagsliðinu Bourg-de-Péage Drôme Handball.

Haukur vakti snemma athygli fyrir hæfileika sína og leikskilning. Hann var kominn í meistaraflokkslið Selfoss í Olís-deildinni aðeins 15 ára gamall. Haukur lék sinn fyrsta landsleik nokkru fyrir 17 ára afmæli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018

Haukur var yngstur íslenskra handknattleiksmanna til þess að leika á HM fullorðinna þegar hann tók þátt í viðureign við Frakka á HM í Þýskalandi í Köln 20. janúar í fyrra, 17 ára. Alls eru A-landsleikirnir orðnir 13 og landsliðsmörkin 16.

Haukur var burðarás U18 ára landsliðsins þegar það vann silfurverðlaun á EM í Króatíu sumarið 2018. Í mótslok var hann valinn besti leikmaður keppninnar.

Í vor var Haukur valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla, annað árið í röð. Á dögunum var hann kjörinn íþróttkarl ársins hjá Ungmennafélaginu Selfossi. Fleiri viðurkenningar hefur Haukur hlotið á ferlinum þótt hann sé rétt að stíga sín fyrstu skref.

Í nóvember var greint frá að Haukur hafi skrifað undir samning um að leika með pólska meistaraliðinu Vive Kielce frá og með næsta keppnistímabili. Mörg af stærri handknattleiksliðum Evrópu höfðu þá um langt skeið rennt hýru auga til Selfyssingsins.




Janus Daði Smárason, miðjumaður

Janus Daði er 25 ára gamall Selfyssingur sem um þessar mundir leikur með danska meistaraliðinu Alaborg Håndbold. Janus Daði kom til félagsins í ársbyrjun 2017 eftir að hafa leikið með Haukum í tvö og hálft ár og orðið Íslandsmeistari 2015 og 2016 auk þess að verða einnig deildarmeistari með Haukum síðara árið. Vorið 2016 var Janus Daði valinn besti leikmaður og sóknarmaður Olís-deildarinnar.

Janus Daði varð danskur meistari með Aalborg 2017 og á ný á síðasta vori auk þess að verða bikarmeistari með sama liði 2018.

Fyrr í vetur samdi Janus Daði við þýska liðið Göppingen. Hann flyst yfir landamærin til Þýskalands á komandi sumri.

Janus Daði hóf ungur að æfa handknattleik hjá Selfossi en flutti til Danmerkur 2012 og var í tvö ári í herbúðum Aarhus Håndbold áður en hann flutti heim 2014 og gekk til liðs við Hauka. Hann lék með yngri landsliðum Íslands enda vakti hann snemma athygli fyrir færni sína og kraft á handknattleiksvellinum.

Sinn fyrsta A-landsleik lék Janus Daði í Sumy í Úkraínu 5. nóvember 2016 gegn landsliði heimamann í undankeppni EM. Alls er landsleikirnir orðnir 38 og mörkin eru 45.

Fyrsta stórmót Janusar Daða með landsliðinu var HM 2017 en þá lék hann alla sex leiki liðsins. Einnig var hann í EM-liðinu í Króatíu fyrir tveimur árum og lék þrjá leiki þess og skoraði fjögur mörk.



View this post on Instagram

Elvar Örn Jónsson, miðjumaður Elvar Örn er 22 ára gamall Selfyssingur sem um þessar mundir leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Skjern. Elvar Örn kom til liðsins í sumar sem leið eftir að hafa verið burðarás í fyrsta Íslandsmeistaraliði Selfoss í handknattleik karla í vor. Elvar Örn hóf að æfa handknattleik barn á aldri á Selfossi og lék með liðum félagsins upp í meistaraflokk. Hann átti einnig sæti í yngri landsliðum Íslands. Elvar Örn lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í Sotra Arena 5. apríl 2018 og hefur síðan vart misst úr leik. Hann var valinn í æfingahóp fyrir EM 2018 en meiðlsi komu í veg fyrir þátttöku hans. Elvar Örn lék mikilvægt hlutverk með landsliðinu á HM í Þýskalandi fyrir ári síðan en það var hans fyrsta stórmót með A-landsliðinu. Hann skoraði 26 mörk í átta viðureignum. Alls eru A-landsleikirnir orðnir 27 og mörkin í þeim 81. Elvar Örn var valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar 2018 og 2019 auk þess að vera útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor eftir að lið hans, Selfoss, varð Íslandsmeistari eftir úrslitarimmu við Hauka. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Haukur Þrastarson, miðjumaður Haukur er yngsti leikmaðurinn í landsliðshópnum, aðeins 18 ára, og er annar tveggja í hópnum sem fæddur er á þessari öld. Haukur hóf að æfa handknattleik barn að aldri enda mikill handknattleiksáhugi í fjölskyldunni. Öll systkinu hans þrjú hafa leikið eða leika handknattleik, Örn, Hulda Dís og Hrafnhildur Hanna. Sú síðarnefnda hefur átt sæti í íslenska landsliðinu og leikur um þessar mundir með franska félagsliðinu Bourg-de-Péage Drôme Handball. Haukur vakti snemma athygli fyrir hæfileika sína og leikskilning. Hann var kominn í meistaraflokkslið Selfoss í Olís-deildinni aðeins 15 ára gamall. Haukur lék sinn fyrsta landsleik nokkru fyrir 17 ára afmæli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018 Haukur var yngstur íslenskra handknattleiksmanna til þess að leika á HM fullorðinna þegar hann tók þátt í viðureign við Frakka á HM í Þýskalandi í Köln 20. janúar í fyrra, 17 ára. Alls eru A-landsleikirnir orðnir 13 og landsliðsmörkin 16. Haukur var burðarás U18 ára landsliðsins þegar það vann silfurverðlaun á EM í Króatíu sumarið 2018. Í mótslok var hann valinn besti leikmaður keppninnar. Í vor var Haukur valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla, annað árið í röð. Á dögunum var hann kjörinn íþróttkarl ársins hjá Ungmennafélaginu Selfossi. Fleiri viðurkenningar hefur Haukur hlotið á ferlinum þótt hann sé rétt að stíga sín fyrstu skref. Í nóvember var greint frá að Haukur hafi skrifað undir samning um að leika með pólska meistaraliðinu Vive Kielce frá og með næsta keppnistímabili. Mörg af stærri handknattleiksliðum Evrópu höfðu þá um langt skeið rennt hýru auga til Selfyssingsins. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Janus Daði Smárason, miðjumaður Janus Daði er 25 ára gamall Selfyssingur sem um þessar mundir leikur með danska meistaraliðinu Alaborg Håndbold. Janus Daði kom til félagsins í ársbyrjun 2017 eftir að hafa leikið með Haukum í tvö og hálft ár og orðið Íslandsmeistari 2015 og 2016 auk þess að verða einnig deildarmeistari með Haukum síðara árið. Vorið 2016 var Janus Daði valinn besti leikmaður og sóknarmaður Olís-deildarinnar. Janus Daði varð danskur meistari með Aalborg 2017 og á ný á síðasta vori auk þess að verða bikarmeistari með sama liði 2018. Fyrr í vetur samdi Janus Daði við þýska liðið Göppingen. Hann flytst yfir landamærin til Þýskalands á komandi sumri. Janus Daði hóf ungur að æfa handknattleik hjá Selfossi en flutti til Danmerkur 2012 og var í tvö ári í herbúðum Aarhus Håndbold áður en hann flutti heim 2014 og gekk til liðs við Hauka. Hann lék með yngri landsliðum Íslands enda vakti hann snemma athygli fyrir færni sína og kraft á handknattleiksvellinum. Sinn fyrsta A-landsleik lék Janus Daði í Sumy í Úkraínu 5. nóvember 2016 gegn landsliði heimamann í undankeppni EM. Alls er landsleikirnir orðnir 38 og mörkin eru 45. Fyrsta stórmót Janusar Daða með landsliðinu var HM 2017 en þá lék hann alla sex leiki liðsins. Einnig var hann í EM-liðinu í Króatíu fyrir tveimur árum og lék þrjá leiki þess og skoraði fjögur mörk. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on