Arnar Pétursson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur gert eftirfarandi breytingar á leikmannahópi sínum sem mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 23. og 24. nóvember nk. 

Rut Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir gefa ekki kost á sér í leikina gegn Færeyjum vegna meiðsla. Arnar hefur því kallað þær Hildi Björnsdóttur  og Andreu Gunnlaugsdóttir úr Val í landsliðshópinn.

Leikirnir gegn Færeyjum hefjast báða daganna kl. 17:00 og er frítt inn í boði KFC.