Gríðarlegur áhugi er fyrir vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í handknattleik karla í SAP-Arena í Mannheim á morgun. Uppselt er á viðureignina en 13.500 aðgöngumiðar runnu út eins eins og heitar lummur. Flautað verður til leiks klukkan 16.20 og verður viðureignin sýnd í beinni útsendingu RÚV.

Um er að ræða eina undirbúningsleik íslenska landsliðsins áður en það stígur inn á stóra sviðið á EM2020 í Malmö á laugardaginn eftir viku. Íslenska liðið kom til Mannheim í dag  og æfði síðdegis.  

Þýska landsliðið kom saman til æfinga á nýju ári á fimmtudagsmorgun í Frankfurt. Uwe Gensheimer, fyrirliði Þjóðverja, sagði við þýska fjölmiðla í dag að leikurinn snerist um tvennt, að ná upp góðum leik og kveðja frábæra stuðningsmenn.

Þjóðverjar leika einn vináttulandsleik til viðbótar áður en þeir hefja leik á EM. Þeir mæta landsliði Austurríkis í Vínarborg á mánudagskvöld áður haldið verður til Þrándheims þar sem Þjóðverjar verða í C-riðli með ríkjandi Evrópumeisturum Spánar, Lettum og lærisveinum Erlings Richardssonar í hollenska landsliðinu. Þeir verða einmitt fyrstu andstæðingar þýska landsliðsins síðdegis á fimmtudaginn.

SAP-Arena er heimavöllur Rhein-Neckar Löwen sem Alexander Petersson hefur leikið með í nærri átta ár. Hann leikur einmitt á morgun sinn fyrsta leik í fjögur ár með íslenska landsliðinu. 

Guðmundur Þórður Guðmundsson þekkir hverja fjöl í SAP-Arena en hann þjálfaði Rehin-Neckar Löwen frá 2010 til 2014 og stýrði liðinu m.a. til sigurs í EHF-bikarnum 2013.

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði, þekkir einnig vel til í SAP-Arena eftir að hafa leikið samtals í sex ár með Rhein-Neckar Löwen.

Tveir leikmenn þýska landsliðsins eru liðsmenn Rhein-Neckar Löwen, fyrirliðinn Uwe Gensheimer, og línumaðurinn Jannik Kohlbacher.





View this post on Instagram

Troðfullt hús í Mannheim Gríðarlegur áhugi er fyrir vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í handknattleik karla í SAP-Arena í Mannheim á morgun. Uppselt er á viðureignina en 13.500 aðgöngumiðar runnu út eins eins og heitar lummur. Flautað verður til leiks klukkan 16.20 og verður viðureignin sýnd í beinni útsendingu RÚV. Um er að ræða eina undirbúningsleik íslenska landsliðsins áður en það stígur inn á stóra sviðið á EM2020 í Malmö á laugardaginn eftir viku. Íslenska liðið kom til Mannheim í dag og æfði síðdegis. Þýska landsliðið kom saman til æfinga á nýju ári á fimmtudagsmorgun í Frankfurt. Uwe Gensheimer, fyrirliði Þjóðverja, sagði við þýska fjölmiðla í dag að leikurinn snerist um tvennt, að ná upp góðum leik og kveðja frábæra stuðningsmenn. Þjóðverjar leika einn vináttulandsleik til viðbótar áður en þeir hefja leik á EM. Þeir mæta landsliði Austurríkis í Vínarborg á mánudagskvöld áður haldið verður til Þrándheims þar sem Þjóðverjar verða í C-riðli með ríkjandi Evrópumeisturum Spánar, Lettum og lærisveinum Erlings Richardssonar í hollenska landsliðinu. Þeir verða einmitt fyrstu andstæðingar þýska landsliðsins síðdegis á fimmtudaginn. SAP-Arena er heimavöllur Rhein-Neckar Löwen sem Alexander Petersson hefur leikið með í nærri átta ár. Hann leikur einmitt á morgun sinn fyrsta leik í fjögur ár með íslenska landsliðinu. Guðmundur Þórður Guðmundsson þekkir hverja fjöl í SAP-Arena en hann þjálfaði Rhein-Neckar Löwen frá 2010 til 2014 og stýrði liðinu m.a. til sigurs í EHF-bikarnum 2013. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði, þekkir einnig vel til í SAP-Arena eftir að hafa leikið samtals í sex ár með Rhein-Neckar Löwen. Tveir leikmenn þýska landsliðsins eru liðsmenn Rhein-Neckar Löwen, fyrirliðinn Uwe Gensheimer, og línumaðurinn Jannik Kohlbacher. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on