Leik ÍBV og HK í Olís deild kvenna sem fara átti fram í Eyjum í dag hefur verið frestað til morguns.

Nýr staðfestur leiktími:

sun. 8. des. 2019
14:00
Olís deild kvenna
Vestmannaeyjar
ÍBV
HK

Leikur ÍBV og Fram í Olís deild karla fer hins vegar fram í dag samkvæmt plani.

Ástæðan fyrir þessu er ólík ferðaáætlun félaganna til Vestmannaeyja.

HK treystir á flug en ekki er flogið til Eyja í dag vegna veðurs.

Fram sigldi hins vegar með Herjólfi frá Landeyjahöfn.