A landslið karla hélt í morgun til Þýskalands en liðið leikur vináttulandsleik gegn Þjóðverjum á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir EM, en fyrsti leikur Íslands í mótinu verður þann 11. janúar í Malmö í Svíþjóð.

Guðmundur Guðmundsson valdi 17 leikmenn í verkefnið og má sjá hópinn hér fyrir neðan: 

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Skjern 221/13

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 9/0

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson Lemgo, 63/141

Guðjón Valur Sigurðsson, PSG 356/1853

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson, Barcelona 141/553

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad 115/215

Miðjumenn:

Elvar Örn Jónsson, Skjern 26/80

Haukur Þrastarson, Selfoss 12/15

Janus Daði Smárason, Aalborg 37/41

Hægri skytta:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Lowen 173/694

Viggó Kristjánsson, Wetzlar 2/3

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer 105/311

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Elverum 20/37

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, GOG 45/65

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 137/162

Ýmir Örn Gíslason, Valur 33/14

Varnarmaður:

Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg 30/9

Leikur Íslands við Þýskalands fer fram í SAP Arena í Mannheim á morgun, laugardag og hefst leikurinn 16:20. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.