Ágúst Elí Björgvinsson

Ágúst Elí er 24 ára gamall markvörður sænska meistaraliðsins Sävehöf. Hann tók fyrst þátt í stórmóti með A-landsliðinu á EM í Króatíu 2018. Alls á Ágúst Elí að baki 31 A-landsleiki og var annar tveggja markvarða landsliðsins á HM í Þýskalandi fyrir ári. 

Sinn fyrsta A-landsleik lék Ágúst Elí gegn Noregi í Elverum 8. júní 2017.

Ágúst Elí  gekk til liðs við sænska liðið sumarið 2018 eftir að hafa leikið með FH upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Hann var í silfurliði FH á Íslandsmótinu 2017 og 2018 og varð deildarmeistari Olís-deildinni með Hafnarfjarðarliðinu árið 2017. 

Ágúst Elí varð nokkuð óvænt sænskur meistari með Sävehöf á síðasta vori eftir ævintýralegt gengi í úrslitakeppninni. Hann hefur þar af leiðandi leikið með Sävehof í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð og fyrir vikið öðlast enn meiri alþjóðlega reynslu. Nýverið var tilkynnt að Ágúst Elí yfirgefi Sävehof að loknu yfirstandandi keppnistímabili og rói á önnur mið.

Afi Ágústs Elís, móður faðir, var Birgir Björnsson sem lék með íslenska landsliðinu á HM 1958, 1961 og 1964 og var landsliðsþjálfari á HM 1978. 



Björgvin Páll Gústavsson, markvörður


Björgvin Páll er 34 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum íslenska landsliðsins frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, alls 12.  Fyrir vikið er hann einn reynslumesti leikmaður liðsins um þessar mundir.

Björgvin Páll hefur leikið 221 landsleik og skorað í þeim 13 mörk. Þar af eru 27 leikir og eitt mark í fimm lokakeppnum EM. Eina EM-mark sitt til þessa skoraði Björgvin Páll í leik við Króata á EM í Póllandi fyrir fjórum árum. 

Björgvin Páll var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliðinu á EM 2010.

Sinn fyrsta A-landsleik lék Björgvin Páll gegn Ungverjum í Ózd 27.október árið 2006.

Björgvin Páll er fæddur á Hvammstanga en hóf handknattleiksferil sinn með HK hvar hann lék til ársins 2005, þó með skammtíma stans hjá Víkingi í yngri flokkum. Hann með meistaraflokki HK fram til sumarsins 2005 að hann skipti yfir til ÍBV. Í Eyjum var Björgvin Páll eina leiktíð uns hann gerðist liðsmaður Fram sumarið 2006 og var þar í tvö keppnistímabil. Sumarið 2008 hleypti Björgvin Páll heimdraganum og lék með þýska liðinu TV Bittenfeld 2008-2009, Kadetten Schaffhausen í Sviss frá 2009-2011, SC Magdeburg í Þýskalandi 2011-2013 og Bergischer HC í fjögur ár þar á eftir, 2013 til 2017. Þá flutti hann heim og lék með Haukum leiktíðina 2017 til 2018 en fór um sumarið til Skjern í Danmörku. Á dögunum skrifaði Björgvin Páll að nýju undir samning við Hauka sem tekur gildi í sumar.

Björgvin Páll varð svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen.

Fyrir jólin gaf Björgvin Páll út bók um lífshlaup sitt í samvinnu við Sölva Tryggvason, Án filters.

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður

Viktor Gísli er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Viktor Gísli er hávaxnasti leikmaður hópsins, 203 sentímetrar.  Viktor Gísli hefur aldrei tekið þátt í stórmóti með A-landsliðinu en var í úrtakshópnum fyrir HM í Þýskalandi fyrir ári síðan. Hann á að baki 9 A-landsleiki. 

Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. 

Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu. 


 

View this post on Instagram

Ágúst Elí Björgvinsson Ágúst Elí er 24 ára gamall markvörður sænska meistaraliðsins Sävehöf. Hann tók fyrst þátt í stórmóti með A-landsliðinu á EM í Króatíu 2018. Alls á Ágúst Elí að baki 31 A-landsleiki og var annar tveggja markvarða landsliðsins á HM í Þýskalandi fyrir ári. Sinn fyrsta A-landsleik lék Ágúst Elí gegn Noregi í Elverum 8. júní 2017. Ágúst Elí gekk til liðs við sænska liðið sumarið 2018 eftir að hafa leikið með FH upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Hann var í silfurliði FH á Íslandsmótinu 2017 og 2018 og varð deildarmeistari Olís-deildinni með Hafnarfjarðarliðinu árið 2017. Ágúst Elí varð nokkuð óvænt sænskur meistari með Sävehöf á síðasta vori eftir ævintýralegt gengi í úrslitakeppninni. Hann hefur þar af leiðandi leikið með Sävehof í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð og fyrir vikið öðlast enn meiri alþjóðlega reynslu. Nýverið var tilkynnt að Ágúst Elí yfirgefi Sävehof að loknu yfirstandandi keppnistímabili og rói á önnur mið. Afi Ágústs Elís, móður faðir, var Birgir Björnsson sem lék með íslenska landsliðinu á HM 1958, 1961 og 1964 og var landsliðsþjálfari á HM 1978. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Björgvin Páll er 34 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum íslenska landsliðsins frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, alls 12. Fyrir vikið er hann einn reynslumesti leikmaður liðsins um þessar mundir. Björgvin Páll hefur leikið 221 landsleik og skorað í þeim 13 mörk. Þar af eru 27 leikir og eitt mark í fimm lokakeppnum EM. Eina EM-mark sitt til þessa skoraði Björgvin Páll í leik við Króata á EM í Póllandi fyrir fjórum árum. Björgvin Páll var í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliðinu á EM 2010. Sinn fyrsta A-landsleik lék Björgvin Páll gegn Ungverjum í Ózd 27.október árið 2006. Björgvin Páll er fæddur á Hvammstanga en hóf handknattleiksferil sinn með HK hvar hann lék til ársins 2005, þó með skammtíma stans hjá Víkingi í yngri flokkum. Hann gekk til liðs við Fram sumarið 2005 og var í Safamýri í tvö ár. Eftir það hleypti Björgvin Páll heimdraganum og lék með þýska liðinu TV Bittenfeld 2007-2009, Kadetten Schaffhausen í Sviss frá 2009-2011, SC Magdeburg í Þýskalandi 2011-2013 og Bergischer HC í fjögur ár þar á eftir, 2013 til 2017. Þá flutti hann heim og lék með Haukum leiktíðina 2017 til 2018 en fór um sumarið til Skjern í Danmörku. Á dögunum skrifaði Björgvin Páll að nýju undir samning við Hauka sem tekur gildi í sumar. Fyrir jólin gaf Björgvin Páll út bók um lífshlaup sitt í samvinnu við Sölva Tryggvason, Án filters. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Viktor Gísli er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21. öld. Viktor Gísli er hávaxnasti leikmaður hópsins, 203 sentímetrar. Viktor Gísli hefur aldrei tekið þátt í stórmóti með A-landsliðinu en var í úrtakshópnum fyrir HM í Þýskalandi og Danmörku fyrir ári síðan. Hann á að baki 9 A-landsleiki. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti snemma athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður við Dani í Malmö 11. janúar. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on