Ákveðið hefur verið að Sveinn Jóhannsson hvíli á morgun í fyrsta leik íslenska landsliðsins í handknattleik á Evrópumeistaramótinu. Leikið verður gegn heims,- og Ólympíumeisturum Dana.Allir 17 leikmenn íslenska hópsins eru heilir heilsu og tilbúnir í átökin sem framundan eru á mótinu en aðeins er heimilt að hafa 16 leikmenn á leikskýrslu í hverjum leik.Viðureign Íslands og Danmerkur fer fram í Malmö-Arena og hefst klukkan 17.15 og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV.#strakarnirokkar

#handbolti