Í gær fór fram seinni vináttulandsleikur Íslands og Færeyja á Ásvöllum. Jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan 13 – 11 að honum loknum. 

Stelpurnar okkar komu sterkari til leiks eftir leikhlé og náðu fljótt öruggri forustu. Leikurinn endaði 34 – 19 og stelpurnar okkar unnu því báða vináttulandsleikina gegn landsliði Færeyja.

Mörk Íslands í gær skoruðu Karen Knútsdóttir 7 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Perla Rut Albertsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Andrea Jacobsen 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Ester Óskarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1 og Sandra Erlingsdóttir 1 mark.