Í dag léku stelpurnar okkar fyrri vináttulandsleik sinn gegn Færeyjum á Ásvöllum en seinni leikurinn fer fram á morgun kl. 17:00 og frítt er inn í boði KFC.

Staðan í hálfleik í dag var 17 – 9 og voru stelpurnar okkar með yfirhöndina eftir jafnar fyrstu mínútur leiksins. Leikurinn endaði 28 – 20 og spilaði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson á öllum leikmönnum Íslands í dag.

Mörk Íslands í dag skoruðu Þórey Rósa Stefánsdóttir 5 mörk, Karen Knútsdóttir 5, Andrea Jakobsen 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Tea Imani Sturludóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og Hildur Björnsdóttir 1. 

Seinni vináttulandsleikur Íslands gegn Færeyjum fer fram á morgun kl. 17:00 á Ásvöllum.