Ekki aðeins verður íslenska landsliðið í handknattleik í eldlínunni á EM2020 heldur eru dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson mættir til mótsins sem flautur sína. Þeir verða í kastljósinu í kvöld þegar þeir dæma upphafsleik þess hluta Evrópumótsins sem fram fer í Vínarborg þegar landslið Austurríkis mætir Tékkum í Vínarborg. Þeir félagar dæma fleiri leiki í riðlakeppninni en fara heim að henni lokinnni þegar dómarapö
rum verður fækkað.

Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma sama í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu.

Stefán Arnaldsson dæmdi fjórum sinnum í lokakeppni EM, þar af þrisvar ásamt Rögnvald Erlingssyni. Þeir dæmdu á EM kvenna 1994 og 1996, þar á meðal úrslitaleikinn, og loks á EM karla 1998. Stefán dæmdi ásamt Gunnari Viðarssyni á EM karla í Sviss fyrir 14 árum. Antoni vantar þar með eina lokakeppni EM til þess að jafna metin við Stefán.



#
handbolti

 


#
strakarnirokkar