Á næstu dögum birtum við á samfélagsmiðlum HSÍ og hér á heimasíðunni kynningu á leikmönnum Íslands í 19 manna hópi Íslands fyrir EM 2020. Í dag kynnum við þá leikmenn sem leika í vinstra horninu.


Ólafur Andrés Guðmundsson, vinstri skytta

Ólafur Andrés er 29 ára gamall Hafnfirðingur sem lék með FH upp yngri flokka í upp í meistaraflokk þar sem hann lék sinn fyrsta leik haustið 2006. Ólafur vakti snemma athygli erlendra liða og samdi við danska meistaraliðið AG Köbenhavn 2010 en lék áfram í eitt ár til viðbótar með FH sem lánsmaður frá danska liðinu. Ólafur Andrés varð Íslandsmeistari með FH 2011. Eftir það flutti hann til Kaupmannahafnar en var lánaður frá AG til Nordsjælland keppnistímabilið 2011 til 2012.

Sumarið 2012 gekk Ólafur til liðs við sænska liðið IFK Kristianstad sumarið 2012 og var það í tvö ár uns hann samdi við Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Ólafur lék aðeins eitt keppnistímabil með Hannover-Burgdorf áður en hann gekk til liðs við IFK Kristianstad á nýjan leik sumarið 2015. Ólafur hefur verið í herbúðum IFK Kristianstad síðan og framlengdi nýverið samning sinn við félagið fram á mitt ár 2022. Ólafur hefur verið fyrirliði IFK Kristianstad síðan hann kom á ný til liðsins fyrir nærri fimm árum.

Með IFK Kristianstad hefur Ólafur þrisvar orðið sænskur meistari og fjórum sinnum deildarmeistari. Einnig hefur hann leikið árum saman með IFK Kristianstad í Meistaradeild Evrópu. Ólafur er fjórði markahæsti handknattleiksmaður í sögu IFK Kristianstad.

Sinn fyrsta A-landsleik lék Ólafur í Frakklandi 8. janúar 2009 gegn Serbíu. Síðar sama ár var hann í silfurliði Íslands á HM 19 ára landsliða í Túnis. Ólafur tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann bronsverðlaun. Ólafur lék sex af átta landsleikjum Íslands í mótinu og skoraði eitt mark í sigurleik á Rússum, 38:30. Síðan hefur Ólafur tekið þátt í öllum Evrópumótum landsliðsins. Samtals eru EM-leikirnir orðnir 23 og mörkin 28, þar af 14 á EM 2018 þegar Ólafur varð markahæsti leikmaður liðsins ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni.

Alls hefur Ólafur leikið 115 A-landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk.

Fyrsti leikur Íslands á EM2020 verður í 11. janúar við Dani. Leikið verður í Malmö.

Aron Pálmarsson, vinstri skytta

Aron er 29 ára gamall og fékk sitt handknattleiksuppeldi hjá FH. Hann lék upp yngri flokka félagsins og var í fyrsta sinn í meistaraflokki í mars 2006, þá tæplega 16 ára gamall. Þremur árum síðar gekk Aron til liðs við stórliðið THW Kiel í Þýskalandi og var hjá liðinu í burðarhlutverki í sex ár. Eftir árin hjá Kiel fór hann til liðs við ungverska meistaraliðið Veszprém. Árið 2017 gerðist Aron leikmaður Katalóníurisans Barcelona.

Aron hefur verið afar sigursæll á sínum ferli og unnið flesta þá titla sem lið hans hafa leikið um. Má þar m.a.nefna að Aron varð fimm sinnum þýskur meistari með THW Kiel, þrisvar bikarmeistari, tvisvar Evrópumeistari og einu sinni í silfurliði Meistaradeildarinnar. Einnig varð Aron heimsmeistari félagsliða (IHF Super Globe) með Kiel árið 2012. Aron varð ungverskur meistari og bikarmeistari bæði ár sín hjá Veszprém, 2016 og 2017.

Hann var valinn mikilvægasti leikmaður „final four“ úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu 2014 og 2016. Einnig hefur Aron hreppt spænska meistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn með Barcelona 2018 og 2019. Aron var í sigurliði Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða (IHF Super Globe) haustið 2018.

Aron var í bronsliði Íslands á EM 2010 og er mörgum eflaust í fersku minni stórleikur hans í sigurleik á Dönum á mótinu. Í lok keppnistímabilsins 2010, það fyrsta með Kiel, var Aron valinn efnilegasti leikmaður þýsku 1. deildarinnar.

Aron var kjörinn +íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2012. Sama ár var hann valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í London. Aron hefur fjórum sinnum verið valinn handknattleiksmaður ársins hér á landi, síðast 2019. Árið 2009 var Aron valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins og besti sóknarmaður deildarinnar auk þess að vera í liði tímabilsins.

Hinn 29. október 2008 lék Aron sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu í Laugardalshöll. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum landsliðsins frá og með EM 2010 ef frá er talið HM 2017 er hann var meiddur.

Aron á að baki 141 landsleik sem hann hefur skorað í 553 mörk. Aron er sjötti markahæsti leikmaður Íslands á EM með 88 mörk í 26 leikjum en EM nú verður hans sjötta.

Faðir Arons, Pálmar Sigurðsson, lék 74 A-landsleiki í körfuknattleik á árunum 1982 til 1992.

Fyrsti leikur Íslands á EM2020 verður í 11. janúar við Dani. Leikið verður í Malmö.

 

 

View this post on Instagram

Ólafur Andrés Guðmundsson, vinstri skytta Ólafur Andrés er 29 ára gamall Hafnfirðingur sem lék með FH upp yngri flokka í upp í meistaraflokk þar sem hann lék sinn fyrsta leik haustið 2006. Ólafur vakti snemma athygli erlendra liða og samdi við danska meistaraliðið AG Köbenhavn 2010 en lék áfram í eitt ár til viðbótar með FH sem lánsmaður frá danska liðinu. Ólafur Andrés varð Íslandsmeistari með FH 2011. Eftir það flutti hann til Kaupmannahafnar en var lánaður frá AG til Nordsjælland keppnistímabilið 2011 til 2012. Sumarið 2012 gekk Ólafur til liðs við sænska liðið IFK Kristianstad sumarið 2012 og var það í tvö ár uns hann samdi við Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Ólafur lék aðeins eitt keppnistímabil með Hannover-Burgdorf áður en hann gekk til liðs við IFK Kristianstad á nýjan leik sumarið 2015. Ólafur hefur verið í herbúðum IFK Kristianstad síðan og framlengdi nýverið samning sinn við félagið fram á mitt ár 2022. Ólafur hefur verið fyrirliði IFK Kristianstad síðan hann kom á ný til liðsins fyrir nærri fimm árum. Með IFK Kristianstad hefur Ólafur þrisvar orðið sænskur meistari og fjórum sinnum deildarmeistari. Einnig hefur hann leikið árum saman með IFK Kristianstad í Meistaradeild Evrópu. Ólafur er fjórði markahæsti handknattleiksmaður í sögu IFK Kristianstad. Sinn fyrsta A-landsleik lék Ólafur í Frakklandi 8. janúar 2009 gegn Serbíu. Síðar sama ár var hann í silfurliði Íslands á HM 19 ára landsliða í Túnis. Ólafur tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann bronsverðlaun. Ólafur lék sex af átta landsleikjum Íslands í mótinu og skoraði eitt mark í sigurleik á Rússum, 38:30. Síðan hefur Ólafur tekið þátt í öllum Evrópumótum landsliðsins. Samtals eru EM-leikirnir orðnir 23 og mörkin 28, þar af 14 á EM 2018 þegar Ólafur varð markahæsti leikmaður liðsins ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni. Alls hefur Ólafur leikið 115 A-landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk. Fyrsti leikur Íslands á EM2020 verður í 11. janúar við Dani. Leikið verður í Malmö. #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

View this post on Instagram

Aron Pálmarsson, vinstri skytta Aron er 29 ára gamall og fékk sitt handknattleiksuppeldi hjá FH. Hann lék upp yngri flokka félagsins og var í fyrsta sinn í meistaraflokki í mars 2006, þá tæplega 16 ára gamall. Þremur árum síðar gekk Aron til liðs við stórliðið THW Kiel í Þýskalandi og var hjá liðinu í burðarhlutverki í sex ár. Eftir árin hjá Kiel fór hann til liðs við ungverska meistaraliðið Veszprém. Árið 2017 gerðist Aron leikmaður Katalóníurisans Barcelona. Aron hefur verið afar sigursæll á sínum ferli og unnið flesta þá titla sem lið hans hafa leikið um. Má þar m.a.nefna að Aron varð fimm sinnum þýskur meistari með THW Kiel, þrisvar bikarmeistari, tvisvar Evrópumeistari og einu sinni í silfurliði Meistaradeildarinnar. Einnig varð Aron heimsmeistari félagsliða (IHF Super Globe) með Kiel árið 2012. Aron varð ungverskur meistari og bikarmeistari bæði ár sín hjá Veszprém, 2016 og 2017. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður „final four“ úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu 2014 og 2016. Einnig hefur Aron hreppt spænska meistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn með Barcelona 2018 og 2019. Aron var í sigurliði Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða (IHF Super Globe) haustið 2018. Aron var í bronsliði Íslands á EM 2010 og er mörgum eflaust í fersku minni stórleikur hans í sigurleik á Dönum á mótinu. Í lok keppnistímabilsins 2010, það fyrsta með Kiel, var Aron valinn efnilegasti leikmaður þýsku 1. deildarinnar. Aron var kjörinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2012. Sama ár var hann valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í London. Aron hefur fjórum sinnum verið valinn handknattleiksmaður ársins hér á landi, síðast 2019. Árið 2009 var Aron valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins og besti sóknarmaður deildarinnar auk þess að vera í liði tímabilsins. Hinn 29. október 2008 lék Aron sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu í Laugardalshöll. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum landsliðsins frá og með EM 2010 ef frá er talið HM 2017 er hann var meiddur. Aron á að baki 141 landsleik sem hann hefur skorað í 553 mörk. Aron er sjötti markahæsti leikmaður Íslands á EM með 88 mörk í 26 leikjum. #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on