HSí í samstarfi við markvarðaþjálfarateymið boðar til aukaæfinga fyrir markverði í vetur.
Æfingarnar verða í Víkinni á sunnudögum fram á vor.

Mismunandi áherslur verða á hverri æfingu og verður boðað til hverrar æfingar með góðum fyrirvara. Æfingarnar eru hugsaðar sem aukaæfingar fyrir bestu markverði landsins sem og til að kveikja áhuga hjá ungum og efnilegum markvörðum.

Þessar æfingar eru liður í því að stórbæta markvarðaþjálfun hjá íslenskum markvörðum en núþegar hefur HSÍ ráðið markvarðaþjálfara á öll yngri landslið Íslands og þannig stigið stórt skref í átt að betri árangri samhliða betri markvörslu.

Fyrsta æfingin verður aðeins fyrir stúlkur í 5., 4. og 3.flokki. Æfingin er öllum opin og væri sérstaklega gaman að sjá þjálfara og foreldra stelpnanna með. 

Æfingin verður sunnudaginn 17. nóvember og hefst klukkan 10:15 og lýkur 11:45.

Leikmenn er beðnir um að mæta tímanlega með brúsa og bolta.