Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hóp sínum nú rétt fyrir leik Þýskalands og Íslands sem hefst 16:20 í Zap Arena í Mannheim. Daníel Þór Ingason á við meiðsli að stríða í fingri og tekur ekki þátt í leiknum í dag af þeim sökum.