
A kvenna | Góður dagur að baki hjá stelpunum okkar Dagurinn í dag fór hjá íslenska liðinu að mestu leiti í endurheimt og undirbúning fyrir verkefni morgundagsins. Eftir góðan morgunmat tóku stelpurnar styrktaræfingar sem styrktarþjálfari liðsins, Hjörtur Hinriksson stjórnaði. Eftir hádegismat var svo liðsfundur þar sem þjálfarateymið ásamt leikmönnum fóru yfir leik gærdagsins og var…