Markverðir | Safamýrin á sunnudaginn!

Frábær mæting var síðasta sunnudag á markvarðaæfingu HSÍ en um 35 markverðir mættu á æfinguna.

Næsta markvarðaæfing verður í Safamýrinni og verðum við að vera í Karatesalnum þar sem það er mót í húsinu. Við aðlögum okkur að aðstæðum og verðum með samhæfingaræfingar með bolta + cor og hopp.

Sjáumst hress og kát í Safamýrinni klukkan 11:30 sunnudaginn 4.nóvember.