A kvenna | Breytingar á hóp

Arnar Pétursson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í dag. Lena Margrét Valdimarsdóttir (5/3) leikmaður Fram kemur inn fyrir Birnu Berg Haraldsdóttir leikmann ÍBV sem er frá vegna meiðsla.

Stelpurnar okkar leika gegn Lúxemborg miðvikudaginn 11. október að Ásvöllum. Leikurinn hefst kl. 19:30 og frítt er inn í boði Boozt og leikurinn í beinni á RÚV.
Stelpurnar halda svo til Færeyja 14. október og leika þar ytra 15. október. Leikurinn í Færeyjum hefst kl. 15:00 og verðu í beinni á RÚV.